Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík

Í Breiðdal er mesta undirlendi á Austfjörðum og fjöllin kringum Breiðdal eru hin hæstu þar og ná sum þeirra 1100 til 1200 metra hæð. Breiðdalsá er ein þekktasta laxveiðiá á þessu svæði en hún fellur af Breiðdalsheiði og í henni er fossinn Beljandi. Hér, sem víðast á Austfjörðum, er tignarleg náttúra og margir áhugaverðir staðir til skoðunar. Heydalir eru taldir merkasta býli í Breiðdal en þar hefur verið prestsetur frá upphafi kristni.

Í Jórvíkurskógi, sem er í umsjá Skógræktar ríkisins, vex blæösp en hún er frekar sjaldgæf hérlendis. Við Breiðdalsvík, sem er milli Kambaness og Streitishvarfs, er samnefnt kauptún. Þar er verslun, fiskvinnsla og útgerð ásamt þjónustu við ferðamenn og gistiaðstaða er góð.

Á Kambanesi var reistur viti árið 1922 og veðurathugunarstöð frá 1961. Uppi af nesinu eru Súlur (543m). Þar býr tröllkona, sem kemur til með að hringja til dómsdags.

Breiðdalsvík varð fyrir skotárás þýzkrar flugvélar í september 1942. Þá laskaðist vitinn á Kambanesi og tvö hús í þorpinu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 640 km um Suðurland.

 

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Breiðdalsá
Talsvert vatnsfall sem fellur til sjávar skammt frá Breiðdalsvík. Tínist til úr ýmsum lækjum og vötnum til  fjalla og verður síðan til úr samruna Norð…
Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Breiðdalssetur
Rannsóknasetur á Breiðdalsvík Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að líta up…
Hafnarnes
Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og  þorp   myndaðist á seinni hluta 19. aldar á jörðinn…
Sandfell Fáskúðsfjörður
Sandfell (743m) er bergeitill (lakkólít) úr ríólíti sunnan Fáskrúðsfjarðar. Sum blágrýtislögin hafa hvelfzt   upp með því en önnur hverfa óbreytt inn …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Tjaldstæðið Breiðdalsvík
Hér, sem víðast á Austfjörðum, er tignarleg náttúra og margir áhugaverðir staðir til skoðunar. Heydalir eru taldir merkasta býli í Breiðdal en þar hef…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiðikortið
Veiðikortið 2024 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 9.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )