Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík

Í Breiðdal er mesta undirlendi á Austfjörðum og fjöllin kringum Breiðdal eru hin hæstu þar og ná sum þeirra 1100 til 1200 metra hæð. Breiðdalsá er ein þekktasta laxveiðiá á þessu svæði en hún fellur af Breiðdalsheiði og í henni er fossinn Beljandi. Hér, sem víðast á Austfjörðum, er tignarleg náttúra og margir áhugaverðir staðir til skoðunar. Heydalir eru taldir merkasta býli í Breiðdal en þar hefur verið prestsetur frá upphafi kristni.

Í Jórvíkurskógi, sem er í umsjá Skógræktar ríkisins, vex blæösp en hún er frekar sjaldgæf hérlendis. Við Breiðdalsvík, sem er milli Kambaness og Streitishvarfs, er samnefnt kauptún. Þar er verslun, fiskvinnsla og útgerð ásamt þjónustu við ferðamenn og gistiaðstaða er góð.

Á Kambanesi var reistur viti árið 1922 og veðurathugunarstöð frá 1961. Uppi af nesinu eru Súlur (543m). Þar býr tröllkona, sem kemur til með að hringja til dómsdags.

Breiðdalsvík varð fyrir skotárás þýzkrar flugvélar í september 1942. Þá laskaðist vitinn á Kambanesi og tvö hús í þorpinu.

Vegalengdin frá Reykjavík er 643 km um Suðurland.

 

Myndasafn

Í grend

Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ...
Hafnarnes
Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og þorp myndaðist á seinni hluta 19. ...
Sandfell Fáskúðsfjörður
Sandfell (743m) er bergeitill (lakkólít) úr ríólíti sunnan Fáskrúðsfjarðar. Sum blágrýtislögin hafa hvelfzt upp með því en önnur hver ...
Skrúður
Skrúður rís bratt úr hafi austan Fáskrúðsfjarðar, sem hét fyrrum Skrúðsfjörður. Tvær grasi vaxnar eyjar, Andey og Æðarsker, eru nokkru ...
Sómastaðir við Reyðarfjörð
Hlaðið steinhús úr ótilhöggnum steini, reist 1875.  Steinlímið var jökulleir.  Að baki þess og tengdur því var torfbær.  Önnur d ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )