Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðdalssetur

breiddadalssetur

Rannsóknasetur á Breiðdalsvík

Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.

George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.

Safnahluti setursins er opinn sem hér segir yfir sumarmánuðina (20. júní til 31. ágúst):

Sunnudaga til fimmtudaga frá kl.12.00-16.00  Lokað er á föstu- og laugardögum.

Safnahluti setursins er opinn sem hér segir yfir vetrarmánuðina (1.september til 31. maí):

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00-16:00.

Aðgangur ókeypis.

Hópar geta bókað heimsóknir á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafið samband á netfangið mariahg@hi.is.

Heimild: Visit Austurland

Myndasafn

Í grennd

Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Breiðdalsvík
Í Breiðdal er mesta undirlendi á Austfjörðum og fjöllin kringum Breiðdal eru hin hæstu þar og ná sum þeirra 1100 til 1200 metra hæð. Breiðdalsá er ein…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Jarðfræði Íslands
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )