Hér, sem víðast á Austfjörðum, er tignarleg náttúra og margir áhugaverðir staðir til skoðunar. Heydalir eru taldir merkasta býli í Breiðdal en þar hefur verið prestsetur frá upphafi kristni.
Í Breiðdal er mesta undirlendi á Austfjörðum og fjöllin kringum Breiðdal eru hin hæstu þar og ná sum þeirra 1100 til 1200 metra hæð. Breiðdalsá er ein…