Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsdalur

Hofsdalur skerst til vesturs frá Álftafirði í átt að Vatnajökli og Flugustaðadalur teygist suður úr honum.   Báðir dalirnir eru að mestu óbyggðir. Talsvert skóglendi er í dölunum, einkum í Tungu, sem er á milli þeirra. Hofsá fellur um Hofsdal til Álftafjarðar. Upptök hennar eru Hofsvötn austan Hofsjökuls. Þau sameinast Hofsá í Flugustaðadal, stórri á úr Hofsjökli, sem ber mikið fram og er að smáfylla Álftafjörð. Á bak við Stórafoss er stór, manngengur hellir. Áin var brúuð við Flugustaði árið 1955 og varnargarðinum var lokið næsta ár.

Hofsjökull (1069m) er rúmlega 13 km² milli Víðidals í Lóni og Hofsdals í Álftafirði. Skriðjökulstungan, sem gengur niður í Víðidal, heitir Morsárjökull. Fyrrum lá leið úr Víðidal um skarð milli Hofsjökuls og Tungutinda (1175m), stytzt leiða að bæjum í utanverðum Hofsdal. Sigfús Jónsson, sem byggði í Víðidal, var í för með Þorvaldi Thoroddsen um þessar slóðir árið 1882.

Myndasafn

Í grennd

Álftafjörður Austurlandi
Syðstur Austfjarða, sjávarlón eða fjörður, er stöðugt grynnkar og minnkar vegna framburðar ánna Hofsár og Geithellnaár. Fyrir fjarðarmynnið gengur san…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )