Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Djúpivogur

Djupivogur

Á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wulff keyptu húseignir danska kaupmannsins J.L. Busch, sem rak verzlun á Djúpavogi frá 1788 til 1818, og eru elztu húsin frá þeim tíma. Má þar nefna Löngubúð, sem reist er úr bjálkum, og er elzti hluti hússins frá 1790, og gamla skrifstofuhús Kaupfélags Berufjarðar en það var reist árið 1848. Langabúð hefur verið gerð upp og hýsir nú safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og Eysteins Jónssonar alþingismanns.

Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins. Frá tjaldsvæðinu er frábært útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu.

Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Eldunaraðstaða
Sturta
Gönguleiðir
Þvottavél
Salerni
Eldunaraðstaða
Rafmagn

Myndasafn

Í grennd

Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )