Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Teigarhorn

Djúpivogur

Teigarhorn er bær í Búlandshreppi skammt, u.þ.b. 4 km inn af Djúpavogi. Þar er líklega merkasti  geislasteina (zeolíta, aðallega skolesít) í heiminum. Þessir kristallar eru holufyllingar í gosbergi, s.s. blágrýti. Þeir veðrast úr berginu við bæinn, einkum er brimið afkastamikið við þá iðju. Þarna finnast stærstu og fallegustu zeolítar á landinu. Þeir voru aðgengilegir öllum þar til náman var friðlýst. Nú verður að fá leyfi bóndans og fylgd hans til að skoða hana í sjávarhömrunum neðan bæjar.

Fyrstu veðurathuganir á Austurlandi hófust þar 1874. Mesti hiti, sem mælzt hefur þar var 30,5°C í júní 1939. Nikólína Weywadt (1848-1921), einn fyrsti ljósmyndari á Austurlandi, sem erfði jörðina eftir föður sinn, Niels Peter Emil Weywadt (1814-83), verzlunarstjóra á Djúpavogi, bjó þar og jörðin er enn þá í eigu og ábúð niðja hans. Íbúðarhúsið, sem hefur verið í umsjá Þjóðminjasafnsins síðan 1992 (búið í því til 1988), var byggt á árunum 1890-82 og var upphaflega pappaklætt, sem var óvenjulegt hérlendis. Undir húsinu er steinhlaðinn kjallari og hæðin ofan á jarðhæðinni er portbyggð og geymsluloft er í risi. Húsið er 65 fermetrar.

Nikólína sá um búið að föður sínum látnum og lét byggja ljósmyndaskúr. Plötusafn hennar og ýmis áhöld eru í vörzlu Þjóðminjasafnsins, sem lét gera við íbúðarhúsið fyrir aldamótin og til stendur að endurbyggja ljósmyndaskúrinn. Frænka Nikólínu, Regína Björnsdóttir (1884-1973), lærði ljósmyndun hjá henni. Hinn 22. september 1872 fórst bátur á leið frá Teigarhorni til Djúpavogs í blíðviðri að kvöldlagi. Með honum fórust Niels Emil Weywadt, lögfræðingur, 29 ára sonur Nielsar verzlunarstjóra, fjögur systkini hans og fimm menn aðrir. Alls átti Weywadt verzlunarstjóri 14 börn. Í landslaginu umhverfis Búlandshöfða eru berggangar mjög áberandi.

Mesti hiti sem mælst hefur á Islandi við staðalaðstæður er 30,5 mældis á Teigarhorni 22 juni 1939,
Mesti kuldi sem mælst hefur á Islandi við staðalaðstæður er – 38 mældis á Grímsöðum á Fjöllum 21 januar 1918.
Sama dag mældist mestur kuldi í Reykjavik -24.5.

Myndasafn

Í grennd

Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )