Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Teigarhorn

Teigarhorn er bær í Búlandshreppi skammt, u.þ.b. 4 km inn af Djúpavogi. Þar er líklega merkasti  geislasteina (zeolíta, aðallega skolesít) í heiminum. Þessir kristallar eru holufyllingar í gosbergi, s.s. blágrýti. Þeir veðrast úr berginu við bæinn, einkum er brimið afkastamikið við þá iðju. Þarna finnast stærstu og fallegustu zeolítar á landinu. Þeir voru aðgengilegir öllum þar til náman var friðlýst. Nú verður að fá leyfi bóndans og fylgd hans til að skoða hana í sjávarhömrunum neðan bæjar.

Fyrstu veðurathuganir á Austurlandi hófust þar 1874. Mesti hiti, sem mælzt hefur þar var 30,5°C í júní 1939. Nikólína Weywadt (1848-1921), einn fyrsti ljósmyndari á Austurlandi, sem erfði jörðina eftir föður sinn, Niels Peter Emil Weywadt (1814-83), verzlunarstjóra á Djúpavogi, bjó þar og jörðin er enn þá í eigu og ábúð niðja hans. Íbúðarhúsið, sem hefur verið í umsjá Þjóðminjasafnsins síðan 1992 (búið í því til 1988), var byggt á árunum 1890-82 og var upphaflega pappaklætt, sem var óvenjulegt hérlendis. Undir húsinu er steinhlaðinn kjallari og hæðin ofan á jarðhæðinni er portbyggð og geymsluloft er í risi. Húsið er 65 fermetrar.

Nikólína sá um búið að föður sínum látnum og lét byggja ljósmyndaskúr. Plötusafn hennar og ýmis áhöld eru í vörzlu Þjóðminjasafnsins, sem lét gera við íbúðarhúsið fyrir aldamótin og til stendur að endurbyggja ljósmyndaskúrinn. Frænka Nikólínu, Regína Björnsdóttir (1884-1973), lærði ljósmyndun hjá henni. Hinn 22. september 1872 fórst bátur á leið frá Teigarhorni til Djúpavogs í blíðviðri að kvöldlagi. Með honum fórust Niels Emil Weywadt, lögfræðingur, 29 ára sonur Nielsar verzlunarstjóra, fjögur systkini hans og fimm menn aðrir. Alls átti Weywadt verzlunarstjóri 14 börn. Í landslaginu umhverfis Búlandshöfða eru berggangar mjög áberandi.
Mesti hiti sem mælst hefur á Islandi við staðalaðstæður er 30,5 mældis á Teigarhorni 22 juni 1939

Myndasafn

Í grend

Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )