Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

PAPEY

papeyjarkirkja

Papey er stærsta eyjan fyrir Austurlandi, u.þ.b. 2 km², þvínæst beint austur af Hamarsfirði og var eina       eyjan í byggð, en nú í eyði. Þar var eitt býli og kirkja frá 1902, sem er útkirkja frá Djúpavogi. Hæsti punktur eyjunnar, Hellisbjarg, liggur 58 m yfir sjávarmáli. Eyjan er mishæðótt og mýrlend og mótekja var þar mikil. Mikið fuglalíf er í björgum og æðarfugl á landi. Eyjan er gróðursæl og þar hafa fundizt a.m.k. 124 tegundir háplantna.

Stærst smáeyjanna, umhverfis aðaleyna, er Arnarey, sem var tengd henni frá Eiðinu með kláfi, en Eiðið var tengt aðaleynni með öðrum kláfi. Vitinn í Papey var reistur árið 1922. Talið er að eyjan hafi verið byggð írskum munkum, pöpum, þegar landnám norænna manna hófst á Íslandi. Sést fyrir nokkrum rústum, sem eru kallaðar Papatættur, og þar er líka Írskihóll. Engar merkar fornminjar hafa fundizt í Papey, nema nokkur brot úr litlum trékrossum, sem fundust 1927. Árið 1972 gróf Kristján Eldjárn upp bæ frá 10. öld, þar sem heitir Goðatóttir. Þar var bæði íbúðarskáli og fjós, en fátt fannst af munum.

Hlunnindi voru mikil í Papey, þannig að ábúendur hafa komizt vel af, sumir urðu jafnvel ríkir. Rétt norðan við bæinn Bjarg gnæfir stór og fallegur hóll, sem er nefndur Einbúi. Hann er sagður vera kirkja huldufólks. Það býr í svipmiklum kletti uppi af Árhöfninni, sem er vestan til á eyjunni, þar sem aðalbjörgin eru. Þessi klettur heitir Kastali. Huldufólkið þar hefur alltaf fengið að vera í friði og sátt við mannfólkið. Uppi á Hellisbjargi, sem hæst ber á eyjunni, 58 m, stendur sigligarvitinn, sem var byggður árið 1922. Þaðan er gott útsýni til allra átta Húsum hefur verið haldið við í eyjunni og þau notuð á sumrin.

Mynd :Papeyjarkirkja

Myndasafn

Í grennd

Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Papeyjarkirkja
Papeyjarkirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var reist upp úr eldri kirkju árið  1904. Höfundar voru Lúðvík Jónsson og Magnú…
Stærstu Eyjar
1. Heimaey  13,4 2. Hrísey á Eyjafirði  8,0 3. Hjörsey í Faxaflóa  5,5 4. Grímsey  5,3 5. Flatey á Skjálfanda  2,8 6. Málmey  2,4 7. Papey  2,0 …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )