Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar.
Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1991 útnefndi tímaritið Island Magazine ströndina sem eina af tíu fegurstu eyjaströndum heims.
Auk framangreinds er að finna frekari fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn í og við Vík. Meðal margra áhugaverðra staða í nágrenninu eru Dyrhólaey, Hjörleifshöfði, Hafursey, Kerlingadalur, Baðstofuhellir og Pétursey. Gönguleiðir eru margar á láglendi og uppi á heiðum, s.s. um gamla þjóðveginn upp Kerlingardal og Höfðabrekkuafrétt að jökli.
Atvinnuhættir í Vík snúast einkum um verzlun og þjónustu við bændur í héraðinu en auk þess fer þar fram ýmiss konar framleiðsla. Lengi framan af var Kaupfélag Skaftfellinga langstærsti atvinnurekandinn en síðan yfirtók Kaupfélag Árnesinga allan rekstur KS. Þjónusta við ferðamenn hefur færst mjög í aukanna á síðustu árum og hefur framboð á gistingu, afþreyingu og annars konar þjónustu aukist mjög á síðustu árum. Í Mýrdalshrepp búa nú um 500 manns, þar af búa rúmlega 300 manns í Vík.
Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1991 útnefndi tímaritið Island Magazine ströndina sem eina af tíu fegurstu eyjaströndum heims.
Auk framangreinds er að finna frekari fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn í og við Vík. Meðal margra áhugaverðra staða í nágrenninu eru Dyrhólaey, Hjörleifshöfði, Hafursey, Kerlingadalur, Baðstofuhellir og Pétursey. Gönguleiðir eru margar á láglendi og uppi á heiðum, s.s. um gamla þjóðveginn upp Kerlingardal og Höfðabrekkuafrétt að jökli.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 190 km.