Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er talið hafið búið.
Vitinn er frá 1941. Þar var verzlunarstaður á einokunartímanum. Fuglalíf meðfram ströndinni og gjárnar, sem brimið hefur skapað, er mjög áhugavert. Þegar brimar, gýs sjórinn upp úr gjánum (Hundagjá, Miðgjá og Músarhola). Vestan við gjárnar, á bak við minnismerkið um Bárð Snæfellsás (Ragnar Kjartansson) er Gatklettur.
Umboðsmenn konungsjarða sátu þar frá árinu 1565 og oft sýslumenn og aðrir höfðingjar. Á 19. öld sátu þar einnig amtmenn. Nýaldarsinnar, sem trúa á útgeislun orku frá Snæfellsjökuls, safnast gjarnan saman á Arnarstapa eða Hellnum hvert sumar til að njóta hennar og iðka þar ýmsar kúnstugar æfingar. Ágætis gönguleið liggur frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur (u.þ.b. 4 klst.).
Arnarstapi meira:
Á 19. öld sátu þar einnig amtmenn. Nýaldarsinnar, sem trúa á útgeislun orku frá Snæfellsjökuls, safnast gjarnan saman á Arnarstapa eða Hellnum hvert sumar til að njóta hennar og iðka þar ýmsar kúnstugar æfingar. Ágætis gönguleið liggur frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur (u.þ.b. 4 klst.).
Stapafell (526m; móberg). Vegur liggur upp austanverða hlíð fjallsins yfir Jökulháls til Ólafsvíkur. Hann verður fær um leið og snjóa leysir efst. Hann er notaður til að flytja fólk að jökulrönd. Efst á fjallinu er svokallaður Fellskross, sem er fornt helgitákn, enda er fellið bústaður dulvætta. Botnsfjall er norðaustan vegarins upp. Þar er Rauðfelds- eða Rauðfeldargjá, sem klýfur fjallið niður í rætur. Það er hægt að ganga inn að fossinum í botni hennar, en hafa skal í huga, að ævinlega er hrunhætta í svona gjám. Rauðfeldar Þorkelssonar er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss en Bárður var föðurbróðir hans. Eitt sinn, þegar Rauðfeldur og bróðir hans, Sölvi voru að leik með Helgu dóttur Bárðar, ýtti Rauðfeldur henni á ísjaka frá landi og hún barst til Grænlands. Bárður varð óður af reiði, því hann taldi dóttur sína af. Hann tók bræðurna undir hendur sér og fleygði Rauðfeldi í gjána, sem var nefnd eftir honum, og Sölva varpaði hann fyrir sjávarhamra austan Arnarstapa (Sölvahamar).
Einnig er hægt að aka þessa leið á jeppum og af háhálsinum er oftast gengið á jökulinn (1446m). Fyrirtækið Snjófell hefur boðið snjóbíla- og snjósleðaferðir frá jökulröndinni þar uppi. Önnur vinsæl gönguleið er á milli Arnarstapa og Hellna (u.þ.b. 3 km). með ströndinni til vesturs. Vegalengdin frá Reykjavík er um 188 km um Hvalfjarðargöng.
Hellnar eru í næsta nábýli við þjóðgarðinn, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð. Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins. Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.
Amtmannshúsið (Stapahúsið) á Arnarstapa er einlyft timburhús sem byggt var á tímabilinu 1774 – 1787. Það var flutt að Vogi á Mýrum 1849 og tekið niður árið 1983 til viðgerðar og reist aftur á Arnarstapa 1985 – 1986.
Það var friðað 1. janúar 1990.
Steingrímur Thorsteinsson, skáld, ólst upp á Arnarstapa. Hann orti kvæðið „Miðsumar”, þar sem segir líklega um Helgrindur:
Arnarstapi er líka á Norðurlandi !!!
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: