Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórsmörk

Þórsmörk

Vegalengdin frá Reykjavík er um 155 km í Þórsmörk > Hvolsvöllur 51 km.

Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að gera Þórsmörk sanngjörn skil í orðum þarf heila bók, sem reyndar er komin út og skrifuð af Þórði Tómassyni í Skógum. Mikil gróðursæld er í Þórsmörk, þéttvaxið og hávaxið kjarr, grösugir dalir og fallegir lækir. Andstæður í náttúrunni eru miklar og óhætt er að segja að Þórsmörk sé sá staður, sem íslenskir ferðamenn sækja hvað mest til.

Ekki er fært venjulegum bílum í Þórsmörk og notast er við fjallabíla og sérbúnar rútur. Sama er, hve farartækið er vel útbúið. Enginn ókunnugur ætti að fara yfir árnar á leið í Þórsmörk nema með leiðsögn kunnugra og aldrei einir síns liðs.
Það er erfitt að komast í Þórsmörk, en sannarlega þess virði. Á milli Þórsmerkur og Landmannalauga er ein vinsælasta gönguleið landsins, „ Laugavegurinn”, og á nafngiftin vel við. Önnur gönguleið frá Þórsmörk er yfir Fimmvörðuháls. Norðan Þórsmerkur (Þröngár) og austan Markarfljóts er afréttur Vestur-Eyfellinga, Almenningar, sem má muna fífil sinn fegurri. Norðan Syðri-Emstruár taka við Emstrur, afréttur Fljótshlíðinga, allt að Nyrðri-Emstruá. Um þessar slóðir liggur Laugavegurinn.

20.03.2010. Jafndægur að vori. Rétt fyrir miðnættið hófst sprungugos (suðvestur-norðaustur) á Fimmvörðuhálsinum norðanverðum, skammt vestan gönguleiðarinnar. Sprungan var u.þ.b. hálfs kílómetra löng og náði ekki undir jökul. Því var ekki óttast um flóð í kjölfarið. Íbúar svæðisins undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð voru fluttir brott í öryggisskyni. Þeir fengu þó að fara heim til að sinna skepnum 21.03.10. Vegum var lokað um svæðin. Almannavarnarnefndir sátu á rökstólum um framhald aðgerða. Hinn 22. marz rann hraun yfir gönguleiðina og niður í Hrunagil, þannig að goslengd ræður því, hvenær hún verður nothæf á ný. Hraunfossinn niður í Hrunagilið er rúmlega 200 metra hár og út úr því rennur hraunið í átt að Krossáraurum. Mjög slæmt veður var á Suðurlandi 22. og aðfararnótt hins 23. marz, þannig að náttúruvísindamenn komust ekki alveg að gosstöðvunum. Hinn 23. marz var rætt um aðgengi ferðamanna að gosinu. Hinn 26. marz fór hraun að flæða niður í Hvannárgil, þar sem nýr hraunfoss myndaðist, og hélt áfram að renna niður í Hvannárgil í átt að Krossáraurum í báðum tilfellum.

31.03.10. Um kl. 18:50 opnaðist gossprunga með nv-sa stefnu norðvestan nýja gígsins, nær Hvannárgili, vestan Heljarkambs. Þaðan rann meira hraun niður í gilið. Virknin í fyrsta gígnum hafði dregizt saman í tvo stróka í stað 12-15, sem fækkaði smám saman í fimm og síðan færri. Björgunarsveitir og lögregla á staðnum rýmdu svæðið við eldstöðvarnar, lét ferja göngufólk úr Þórsmörk og Goðalandi niður á Morinsheiði og skipaði síðan brottflutning þaðan. Leiðum inn í Þórsmörk var svo lokað. Daginn eftir var ferðabanni aflétt, en hættusvæði var innan fimm kílómetra radíuss frá gosstöðvunum og fólki var ekki hleypt nær þeim en í eins kílómetra fjarlægð.

07.04.10. Gos hætti á upprunalegu sprungunni og var komið niður í einn gíg (strók) í hinni yngri. Ekki var talið að hraunrennsli hefði minnkað niður í Hvannárgil, en ekkert hraun rann lengur niður í Hrunagil.

12.-13. apríl 2010. Engin merki um bráðna kviku í eldstöðinni, sem myndaðist 31. marz. Annaðhvort er nú goshlé eða goslok.
14. apríl 2010. Skömmu eftir miðnætti hófst gos í aðalgíg (dyngju) Eyjafjalla og flóð hófst, aðallega til norðurs út í Markarfljót, en einnig til suðurs, niður að Þorvaldseyri. Þjóðvegur 1 var rofinn við nýju Markarfljótsbrúna og landbrot og vegaskemmdir eru fyrirséðar vegna flóðsins í suðurátt undir Eyjafjöllum. Í vestanáttinni varð mikið öskufall í Skaftártungu, Meðallandi, Landbroti og lengra austur á bóginn. Flugstoðir gerðu áætlun um hindranir í millilandaflugi til Norður-Evrópu (Skandínavíu) vegna öskudreifingarinnar. Gosinu lauk hinn 23. maí 2010.

Þetta gos er talið tilheyra Eyjafjallaeldstöðinni. Hún hefur gosið 4 sinnum á sögulegum tíma, árin 920, 1612, 1821-23. og  apríl 2010-23. maí 2012.

Rútuáætlun Þórsmörk

Myndasafn

Í grennd

Almenningar
Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga. Þeir ná frá Þröngá í suðri að   Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri …
Básar Þórsmörk, Útivist
Eftir stofnun Útivistar var farið að huga að byggingu skála á Þórsmerkursvæðinu. Ákveðið var að byggja á Goðalandi. Þar með yrði einn skáli sunnan Kro…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Gaumlisti Fyrir Göngufólk
Fjöldi ferðamanna ferðast fótgangandi. Sumir rölta milli hótela og sundstaða, aðrir verzla á Laugaveginum, en æ fleiri leggja land undir fót og ganga …
Goðaland
Múlatungur og Teigstungur fylgdu bæjum eða jörðum í Fljótshlíð og Goðaland var löngum í eigu Breiðabólstaðar í Fljótshlíð en prestar staðarins leigðu …
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Húsadalur
Húsadalur er stærri en Langidalur og skógurinn grózkumeiri. Við rætur Húsadalsklifs eru húsarústir,   sem gætu verið allgamlar að stofni. Jarðabók Árn…
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem samein…
Langidalur
Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m). Þetta grösuga   dalverpi er breiðast fremst, þar sem Ferðafélag Íslands…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Merkurtungur
Merkurtungur eru milli Suðurgils og Norðurgils, sem eru í rauninni endir Hvannárgils, þar sem hann kvíslast. Þessi afréttur er hinn minnsti á þessum s…
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann. H…
Sóttarhellir
Sóttarhellir er efst í grasbrekku milli Þuríðarstaða og Húsadals. Í honum eru þrjú berghöld og krossar í hvelfingunni. Eftirfarandi saga er sögð um S…
Stakkholtgjá
Stakkholt markast af Hvannárgili og Steinsholtsá og dregur nafn af kletti, sem stendur á Krossáraurum   og er kallaður Stakkur eða Stakur. Í honum er …
Steinsholt
Steinsholt er 5 km langur afréttur innan Langaness í Eyjafjöllum norðanverðum. Það afmarkast einnig af   tveimur skriðjöklum, Falljökli eða Gígjökli o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )