Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sóttarhellir

Sóttarhellir er efst í grasbrekku milli Þuríðarstaða og Húsadals. Í honum eru þrjú berghöld og krossar í hvelfingunni.

Eftirfarandi saga er sögð um Sóttarhelli: „Einu sinni fóru 18 manns í göngur úr Fljótshlíð   og komu sér fyrir í helli einum til að hvíla sig. Þá bar fyrir augu þeirra eldgamla skessu, sem þeir drógu dár að utan einn, sem tók ekki þátt í stríðninni og reyndi að fá hina til að hætta. Skessan bað þeim bölbæna, svo að drepsótt tók þá alla strax nema þann, sem hafði ekki móðgað kerlingu. Þeir dóu allir í hellinum og hann fékk nafn sitt af því. (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri).

Sagan segir, að mönnum hafi staðið ógn af hellinum eftir þennan atburð og þangað hafi verið fluttar klukkur, sem voru hengdar í berghöldin, þegar hann var vígður, og sumir halda því jafnvel fram, að hann hafi verið notaður sem bænhús um tíma.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )