Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Steinsholt

Steinsholt er 5 km langur afréttur innan Langaness í Eyjafjöllum norðanverðum. Það afmarkast einnig af   tveimur skriðjöklum, Falljökli eða Gígjökli og Steinsholtsjökli. Við jaðar þeirra eru djúp lón. Neðan Gígjökuls liggur leiðin inn í Þórsmörk. Afrétturinn er hlíðabrattur og skorinn djúpum giljum með hamraborgum á milli. Hann var mjög erfiður smölunar og stundum þurfti að láta fé síga í böndum niður á jafnsléttu.

Árið 1967 (15. jan.) brotnaði stór fylla úr Innstahaus (15 miljónir m3) við jökulinn vestanverðan, þar sem þverhnípið er u.þ.b. 400 m hátt. Þessar náttúruhamfarir komu fram á jarðskjálftamælum á Kirkjubæjarklaustri. Fyllan varð að stórri hrúgu á jöklinum, braut hann og bramlaði og jós stórri flóðbylgju upp úr lóninu. Hún bar með sér mikinn ís og stórgrýti. Vatnið hljóp fram í Markarfljót og rennslið við brúna, 25 km neðar, mældist mest 2100 m3/sek. Áætlað vatnsmagn var 1½-2½ miljónir rúmmetra.

Myndasafn

Í grend

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan strö ...
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak vi ...
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu rí ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )