Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stakkholtgjá

Stakkholt markast af Hvannárgili og Steinsholtsá og dregur nafn af kletti, sem stendur á Krossáraurum   og er kallaður Stakkur eða Stakur. Í honum er skúti með fyrirhleðslu, þar sem gangnamenn leituðu stundum skjóls.

Stakkholtsgjá er fagurt og sérstætt náttúrufyrirbæri. Hún hefur suðaustlæga stefnu frá mynninu og er u.þ.b. 2 km löng. Gönguleiðin liggur milli allt að 100 m hárra og mosavaxinna hamraveggja, sem fýllinn hefur gert að bústað sínum langt frá sjó. Gjáin þrengist þegar innar dregur og endar í földum fossi, sem krefst smápríls, ef fólk vill komast að honum. Tvær hliðargjár liggja til suður að jökli.

Gunnufuð er áberandi klettarauf innan við svokallaðar Nauthillur í mynni Hvannárgils vestanverðu: Sagt er að hjón frá Efstakoti undir Eyjafjöllum hafi lagzt út og enginn vissi, hvar þau héldu sig. Þeirra var leitað og þau fundust loks í Hvannárgili. Þau höfðu stolið fráfærulambi og voru að sjóða það, þegar leitarmenn komu að þeim. Konan frá Efstakoti hét Guðrun og fuðið er kennt við hana.

Hátindar (666m) eru uppi af Stakkshálsi, innst á Stakkholti. Þaðan er gott útsýni í góðu veðri og hrikalegt að horfa þaðan beint niður í Suðurgilið.

Fagriskógur er grashvammur neðst á Framafréttinum. Þar mun hafa verið skógur fram á miðja 18. öld. Ofan hans er hryggur frá vestri til austurs, sem heitir Suðurhlíðar. Ofan þeirra, rétt hjá Stakkholtslóni er bratt, egghvasst og algróið Rjúpnafellið eða Skari, eins og sumir Fljótshlíðingar kalla það.

Vestan Steinsholtsár og Steinsholtsjökuls er Steinsholt, vestasti afrétturinn, sem liggur utan ramma Merkursvæðisins.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Steinsholt
Steinsholt er 5 km langur afréttur innan Langaness í Eyjafjöllum norðanverðum. Það afmarkast einnig af   tveimur skriðjöklum, Falljökli eða Gígjökli o…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )