Jarðfræði hálendið á Íslandi
Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Vesturhluti þeirra klofnar um Dyngjufjalladal milli aðalfjalllendisins og Ytri-Dyngjufjalla, sem eru 20 km löng. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld, sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Á stöku stað má finna ríólítinnskot og hraun frá nútíma og sögulegum tímum. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875. Öskufall þess á Austurlandi lagði m.a. byggðina á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Það kom ekki úr Víti, eins og talið var, heldur úr gíg eða gígum, sem voru þar sem Öskuvatn er nú. Víti sullaði upp leðju og smágjósku líkt og risastór leirhver. Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun).
Dyngjuháls
Dyngjuháls liggur norður frá vesturhluta Dyngjujökuls í átt að Trölladyngju. Eftir honum endilöngum liggja fimm gígaraðir, þannig að þetta litla svæði mun vera hið eldbrunnasta á landinu. Eldsprungurnar á Dyngjuhálsi eru 5-10 km langar og framhald þeirra er að finna norðan Trölladyngju. Frá þessum sprungum hafa runnið hraun suðvestur í Vonarskarð og norður með Skjálfandafljóti niður í Marteinsflæðu og Hraunárdal.
Grímsvötn
Askjan er ca. 40 km3 og 600 m djúp. Gos við Þórðarhyrnu um aldamótin 1900.
Tungnafellsjökull
Tungnafellsjökull er heimafjall Nýjadals eða Jökuldals, áningarstað ferðamanna yfir Sprengisand í eða við skála Ferðafélags Íslands. Háhryggur fjallsins (1471m) er talinn öskjubrot og frá honum sést sprunguþyrping með suðvestur-norðausturstefnu. Askjan er u.þ.b. 10 km löng, 4 km breið og allt að 200 m djúp. Norðan fjallsins eru nútímahraun og gígar (Tunguhraun; Bokki og Dvergar). Suðaustan Tungnafellsjökuls er getið um öskju, að hálfu leyti í Vonarskarði vestanverðu með ríólítfjallinu Skrauta og móbergshnúknum Deili. Hún er miklu eldri en hin fyrrnefnda.
Þjórsárhraun
Ca. 7800 ára, 920 km², 21 km³. Stærsta hraun veraldar á síðustu 10 þúsund árum. Rann frá gígum við Heljargjá (ekki við Bjalla).
Eldgjá
Eitt stærsta gos sögunnar á 40 km sprungu. Gaus ca. 930 (Guðrún Larsen). Katla er líklega suðurendi Eldgjár, en hún hefur gosið a.m.k. 20 sinnum á sögulegum tíma. Katla er 700 m djúp askja, sem er 110 km2, eða sú stærsta á landinu. Gosefni og vatn geta ruðzt brott frá gosstað um Entugjá niður á Markarfljótsaura, niður með Sólheimajökli og niður á Mýrdalssand. Úr Kötlu hafa einungis komið eðjuhlaup (lahar) og rúmmál hlaupvatns hefur verið a.m.k. 1 km3. Kvikuhólfið undir Kötlu er á 1-1,5 km dýpi. Þarmeð nær kvikuhólfið mögulega upp fyrir sjávarmál og er hið grynnsta á landinu. Það geymir 30-40 km³ af kviku.
Sjá síður í ferðavísir um þessi landssvæði: Kerlingarfjöll, Langjökull, Hvítárvatn, Hofsjökull, Kaldidalur, Kirkjufell, Ódáðahraun, Skjaldbreiður, Trölladyngja, Urðarháls, Landmannaafréttur, Síðuafréttur, Veiðivötn, Urðarháls, Tungnaáröræfi, Heljargjá, Vonarskarð–Bárðarbunga.