Hornstrandir Vestfjörðum
Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit vestan Aðalvíkur (áður Kögur). Austur-Strandir eru austan Hornbjargs og Vestur-Strandir vestan þess. Allmikil byggð var á Hornströndum fyrrum og fólkið þar var sérstakt fyrir siði og atvinnuhætti.
Öll byggð er horfin og bústaður vitavarðarins við Látravík er líka tómur. Hann var mannaður aftur 1999, þótt ekki væri um vitavörzlu að ræða á ný.
Ferðafélag Íslands hefur tekið við rekstri Hornbjargsvita af þeim hjónum Ævari Sigdórssyni og Unu Lilju Eiríksdóttur. FÍ gerir langtímasamning við Siglingastofnun um rekstur og viðhald á húsum á svæðinu og mun um leið reka gistiþjónustu fyrir ferðamenn á staðnum. undanfarin ár.
Vegleysur Hornstranda voru erfiðar íbúunum, einkum á vetrum, en núna streyma ferðalangar þangað og njóta dýrlegs landslags og heilbrigðrar hreyfingar í gönguferðum, sem hefjast gjarnan með bátsferð frá Ísafirði eða nyrztu byggðum Stranda. Hornstrandir voru friðlýstar ásamt Aðalvík og Jökulfjörðum árið 1975.