Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu.
Hornafjarðarbær er á nesi milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar ásamt nágrannabyggðalögum eftir sameiningu þriggja sveitafélaga. Bærinn hlaut kaupstaðaréttindi árið 1988 en byggð hófst um einni öld áður, þegar Otto Tuliníus flutti verzlun sína frá Papósi til Hornafjarðar.
Höfn hefur verið miðstöð verzlunar í Austur-Skaftafellssýslu um langt árabil, eða síðan Ottó Tuliníus flutti verzlun sína frá Papósi. Innan marka staðarins er Ósland sem hefur verið friðlýst sem fólksvangur. Þar er mikið kríuvarp.
Sunnan Óslands er Hornafjarðarós. Vestan hans er Suðurfjörutangi og austan Austurfjörutangi.
Afar fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn og er gisti- og veitingaaðstaða eins og bezt verður á kosið. Vegalengdin frá Reykjavík er um 470 km um Suðurland.