Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hoffellsdalur

Hoffellsdalur er austastur dala Nesja. Þar er bærinn Hoffell við rætur Hoffellsfjalla, þar sem er mikið úrval náttúrusteina. Alls konar skrautlegir steinar þaðan hafa verið fluttir úr landi og sumir prýða jafnvel náttúrugripasöfn. Meðal steina, sem þar hafa fundizt er marmari, silfurberg, ópall og jaspís. Silfurbergsnáman, sem var nýtt um skeið er í 500 m hæð yfir sjó.

Þaðan var fluttur u.þ.b. 175 kg silfurbergssteinn til Reykjavíkur og þaðan var hann seldur við geysiháu verði til Þýzkalands. Sagt er að hann sé til sýnis í náttúrugripasafninu í Frankfurt. Talsvert er um ríólít í fjöllum Hoffellsdals, sem benda til fornrar megineldstöðvar, líkt og í Breiðdal. Mörg fjallanna eru um og yfir 1000 m há, s.s. Efstafell (1275m). Óhætt er að segja, að náttúran í Hoffellsfjöllum sé litrík, fjölbreytt og freistandi til fjallaklifurs.

Austasti skriðjökull sunnanverðs Vatnajökuls skríður niður í dalinn og undan honum kom Austurfljót Hornafjarðarfljóts, en vegna breytinga á jöklinum hefur Austurfljót horfið. Bílfær leið liggur frá Hoffelli að jökuljaðrinum. Innanverður jökullinn klofnar um Svínafell, þannig að vestari kvísl hans heitir Svínafellsjökull. Í klettunum austan jökulsins, Geitafellsbjörgum, er gabbró, sem var nýtt í rammann utan um verk Gerðar Helgadóttur á Tollstöðinni í Reykjavík.

Myndasafn

Í grennd

Hoffell
Hoffell er stórbýli í Nesjum. Landnáma segir, að Auðun hinn rauði hafi keypt þar land af Hrollaugi og m.a. reist þar hof. Meðal verðmætra steina, sem …
Hoffellskirkja
Hoffellskirkja er í Bjarnanessókn og var kirkjustaður um aldir. Þá var hún kirkja Hoffellssóknar allt til  1894. Jón Guðmundssonb, bóndi, keypti eigna…
Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )