Stokksnes er sunnan Vestra-Horns og þar er sandleira, sem er stundum hulin vatni. Vegur liggur frá vestan ganganna undir Almannaskarð niður á Stokksnes. Þar voru mikil radarmannvirki, s.s. stórir skermar úr steinsteypu, sem voru jafnaðir við jörðu í kringum aldamótin 2000.
Margir leggja leið sína niður á Stokksnes til að njóta náttúrunnar og skoða seli á skerjunum fyrir utan ströndina.
Mynd: Eyðibýlið Horn