Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðarkjarnar eru nokkrir og misstórir. Landslag er fjölbreytt, hálent og láglent. Það skiptast á stór og lítil láglendissvæði, fjöll og fjallgarðar. Svæðið tilheyrir vestara blágrýtissvæðinu með móbergs-, ríólít-, gabbró- og granófýrinnskotum. Einnig er víða að finna litlar hraunbreiður, sem hafa myndast eftir ísaldarlok. Hvergi á landinu er að finna stærri lághitasvæði en hér. Það úir og grúir af einstökum náttúruperlum og merkum sögustöðum. Atvinnulífið byggist á fiskveiðum og vinnslu, ferðaþjónustu og landbúnaði og er tiltölulega tryggt. Þessi landshluti er líklega söguríkasti hluti landsins og tengist m.a. Landnámu, Harðar sögu og Hólmverja, Gunnlaugssögu, Egilssögu, Laxdælu, Eyrbyggju, Grænlendingasögu, Njálu, Sturlungu og Gísla sögu Súrssonar. Samgöngur innan svæðisins eru tiltölulega góðar, en misgóðar til annarra landshluta. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum hluta Vesturlands. Afþreying er allfjölbreytt.
Veldu landshluta
Afþreying
Um okkur
- Sagan
- Höfundaréttur
- Leiðbeiningar
- Hafa samband
- Auglýsing á vefnum
nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998. Íslenska útgáfan er is.nat.is. ( nat@nat.is )