Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu. Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stærsta mjölverksmiðja landsins. Þar er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Eftir að síldin hvarf í þrjá áratugi, byggðu Siglfirðingar upp öflug fiskvinnslufyrirtæki og útgerð og er atvinnuástand þar gott, en mikil niðursveifla varð þegar síldin hvarf. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og áhugavert er að skoða nágrenni Siglufjarðar, s.s. Héðinsfjörður og Siglunes. Skíðaíþróttin er stunduð af miklum krafti og margir beztu skíðamenn landsins eru frá Siglufirði og er aðstaða til að stunda allar greinar íþróttarinnar upp á hið allra bezta.
Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn gerðu Siglufjörð að síldarhöfuðstað heimsins árið 1903. (Nánar um Siglujörð og síldina sjá áhugaverðir staðir.
Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti samgöngubóta milli kauptúnanna. Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra. Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng. Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is:
Gestur Fanndal var fyrsti umboðsmaður land- flugfélaganna sem flugu til Siglufjarðar frá 1955 til 1992. Fyrst Flugsýn, síðan Vængir, Arnarflug og síðast Íslandsflug,
Gestur Fanndal kaupmaður á Siglufirði fæddist í Haganesvík í Fljótum í Skagafirði hinn 10. júlí 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 2. desember 1995.
Það þarf ekki að fara langt að lýsa vinátu okkar og Gest Fanndal sem var vinur sem ekki gleymist.
Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí 1996.Í september 1978 keypti Birgir Aðalbúðina á Siglufirði og sameinaði hana Bókaverslun Hannesar Jónassonar og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur. Birgir sinnti margvíslegur félagsstörfum. Hann var stjórnarmaður og síðast formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Þá var hann einn aðalhvatamaður að uppbyggingu Síldarminjasafnsins.
Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar 1982-1986 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Siglufjarðarkaupstað.
Undiritaður kynntis Birgi við gerð ferðavísir nat.is
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).’