Reykjavík
Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og flestar opinberar stofnanir og öll ráðuneyti. Alþingi hefur aðsetur sitt í Reykjavík en það er talið elzta þjóðþing heims. Alla félagslega þjónustu er hér að finna sem og alla aðra þjónustu, sem býðst á landinu. Þó svo að borgin nái yfir mikið landsvæði (242 km²) er stutt í óspillta náttúru og í gegnum borgina renna Elliðaárnar, sem voru oft með beztu laxveiðiám landsins og er gjarnan rennt fyrir lax undir brúnum á ánum meðan hraðbrautarumferð geisist þar yfir.
Fyrsti landsnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnason, varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð á skipi sínu, þegar hann nálgaðist suðurströnd landsins árið 874 og hét því að setjast þar að þar sem þær bæri að landi.
Hann fann þær í Reykjavík og þar settist hann að og hefur verið byggð þar síðan. Ingólfur og lið hans sáu hvar „reykur” stóð úr jörðu skammt frá stað þeim, sem öndvegissúlurnar fundust, og því var víkin nefnd „Reykjavík”. Um jarðhita hefur þó verið að ræða enda er mikið um jarðhitasvæði í og undir Reykjavík sem borgarbúar njóta góðs af.
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: