Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Örfirisey

Örfirisey og Grandi

Örfirisey (einnig þekkt sem Örfirsey og áður Örfærisey, Öffursey, Örfursey og Effirsey) er fyrrverandi örfirisey við Kollafjörð sem nú hefur verið tengd með landfyllingu við meginland Reykjavíkur. Svæðið telst til Vesturbæjarins. Áður fyrr var í Örfirisey aðsetur kaupmanna. Færeyska ættarnafnið Effersöe er dregið af nafni Örfiriseyjar. Norðvesturhorn eyjarinnar/nessins heitir Reykjanes.

Fyrr á tímum var ræktað korn og veiddur selur í Örfirisey. Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 er kveðið á um að Jónskirkja í Vík eigi landsælding (eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns) og selalátur í Örfirisey.

Örfirisey var kölluð Effersey áður fyrr. Þar var sjálfstæð bújörð frá um 1500 til 1861 þegar byggð lagðist þar af. Kaupmannsbúðirnar á Grandahólma norðan við eyjuna voru fluttar þangað á 17. öld. Þær voru svo fluttar til Reykjavíkur 1780. Árið 1835 varð Örfirisey hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og 1906 eignaðist borgin eyjuna. Hafnargarður var reistur á grandanum út í eyna við þegar Reykjavíkurhöfn var byggð.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )