Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Örfirisey

Örfirisey og Grandi

Örfirisey (einnig þekkt sem Örfirsey og áður Örfærisey, Öffursey, Örfursey og Effirsey) er fyrrverandi örfirisey við Kollafjörð sem nú hefur verið tengd með landfyllingu við meginland Reykjavíkur. Svæðið telst til Vesturbæjarins. Áður fyrr var í Örfirisey aðsetur kaupmanna. Færeyska ættarnafnið Effersöe er dregið af nafni Örfiriseyjar. Norðvesturhorn eyjarinnar/nessins heitir Reykjanes.

Fyrr á tímum var ræktað korn og veiddur selur í Örfirisey. Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 er kveðið á um að Jónskirkja í Vík eigi landsælding (eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns) og selalátur í Örfirisey.

Örfirisey var kölluð Effersey áður fyrr. Þar var sjálfstæð bújörð frá um 1500 til 1861 þegar byggð lagðist þar af. Kaupmannsbúðirnar á Grandahólma norðan við eyjuna voru fluttar þangað á 17. öld. Þær voru svo fluttar til Reykjavíkur 1780. Árið 1835 varð Örfirisey hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og 1906 eignaðist borgin eyjuna. Hafnargarður var reistur á grandanum út í eyna við þegar Reykjavíkurhöfn var byggð.

Örfirisey – Effersey var næstyzta eyjan á Kollafirði, u.þ.b. 5 hektarar að flatarmáli. Heimildir eru til um hana frá 1389, þegar Víkurkirkja átti þar akurland og selalátur. Hún komst í konungseign, þegar eignir klaustursins í Viðey voru gerðar upptækar.

Fjögur býli voru á eyjunni samkvæmt manntalinu frá 1703, aðalbýlið norðaustast. Þá bjuggu 32 manns í Örfirisey. Býlunum fjölgaði nokkrum árum síðar og í Básendaflóðinu 1799 gekk sjór yfir alla eyjuna og eyddi byggð um hríð. Árið 1861 lagðist byggð þar alveg af.

Verzlun var stunduð í eyjunni og var hún þá nefnd Hólmur eða Hólmskaupstaður. Hún var flutt þaðan til Reykjavíkur 1779-80. Á meðan hún var í Örfirisey, var hún einhver mesti verzlunarstaður landsins um tíma. Seltjarnarnes, Kjósarsýsla og allt Borgarfjarðarhérað sunnan Hvítár lágu undir hann á einokunartímanum (1602-1787). Árið 1786, þegar Reykjavík varð að kaupstað, var eyjan afhent honum. Þessi gjöf var tekin til baka, þannig að bæjarstjórnin varð að kaupa hana, þegar áætlanir lágu fyrir um hafnargerð. Eyjan féll undir lögsögu Reykjavíkur árið 1835. Eftir að byggð lagðist þar af, var hún notuð til slægna og útigöngu hrossa. Þegar lýsisbræðsla var hafin þar, barst fýlan frá henni oft yfir bæinn og þá var farið að tala um peningalykt.
Þegar í upphafi var gerður grjótgarður á eiðinu út í eyjuna og hann kallaður grandinn. Eftir að nýr og stærri garður var lagður úti í eyjuna 1913 og árin á eftir, varð eyjan vinsæll útivistarstaður. Þar var byggður sundskáli 1925, því sjóböð komust í tízku. Bretar byggðu þar talsverð mannvirki eftir hernámið, þannig að minjar, sem kunna að hafa verið þar, fóru forgörðum. Á seinni helmingi 20. aldar risu þar mörg hús, einkum tengd fiskvinnslu og útgerð og stöðugt var unnið að landfyllingu. Nyrzti hluti eyjarinnar, þar sem olíutankarnir eru. Samkvæmt munnmælum rak öndvegissúlur Ingólfs þar á land. Þar á hann að hafa kveikt í þeim og falið guðunum að láta reykinn benda sér á bústað.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Saebraut Gönguleið
Hard Rock Coastline Gönguferð Saebraut Er samtals Km. 9 löng og aðeins um 4 metrar á breidd. Strandlengjan er frá Gróttu í vestri og til Viðeyjar að a…
Seltjarnarnes
Seltjarnarneskaupstaður stendur vestast á samnefndu nesi. Góð verzlunarþjónusta er á Seltjarnarnesi og einnig eru mörg fyrirtæki í léttum iðnaði með a…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )