Norðurfjörður
Ferðavísir
Hornbjarg hut <Ingolfsfjördur 9 km– Norðurfjörður-> Gjögur 16 km
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fáu, sem eru eftir í byggðarlaginu. Akfær vegur liggur að Munaðarnesi, yzt við Ingólfsfjörð. Annar vegur liggur um Meladal niður í fjarðarbotninn að Eyri, þar sem síldarvinnslan var, og áfram fyrir fjórhjóladrifna bíla í Ófeigsfjörð. Þá liggur vegur að Felli á Veturmýrarnesi. Margir aka þann veg áleiðis til að njóta sundlaugarinnar að Krossnesi.
Kálfshamarstindur (646m) rís yfir botn Norðurfjarðar. Þaðan er góður útsýnisstaður yfir hluta Stranda og Húnaflóa.
Við endann á veginum inn með Norðurfirði, sem er í bröttum skriðum, er Stórakleif. Þar stendur drangur í stórgrýttri fjörunni. Sagt er, að Guðmundur biskup góði hafi setið í holu í þessum drangi, þegar hann vígði skriðurnar, sem eru oftast nefndar Urðir. Áður en hann vígði skriðurnar voru slys tíð þar.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Borgir og bæir í stafrófsröð