Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skógar

Skógarfoss við skóga
Mynd: Cassie Boca

Ferðavísir:
Hvolsvöllur 48 km <Skógar> Vík 33 km.

Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og skólinn er nýttur sem sumarhótel. Sama ár var opnað byggðasafn sömu aðila að Skógum. Frumkvöðull þess og safnvörður síðan er Þórður Tómasson (f. 28. apríl 1921- d. 27. janúar 2022). Hann hefur byggt safnið upp frá grunni og hefur m.a. fært út kvíarnar með söfnun gamalla húsa, sem hafa verið endurreist á lóð safnsins. Kirkjan er nýsmíði en munir hennar eru gamlir. Þórður hefur ekki látið duga að bjarga gömlum gripum frá glötun, heldur skrifað margar bækur um þjóðleg fræði. Hann varð heiðursdoktor við H.Í. 1996. Safninu hefur vaxið fiskur um hrygg fyrir elju Þórðar og árið 1998 var skrifað undir samning um byggingu samgöngusafns að Skógum, sem var opnað 2002.

Enginn ætti að láta hjá líða að skoða Skógasafn. Skógasandur er geysimikið flæmi og nær alveg niður að sjó. Næst veginum við Skóga er mikil nýrækt á sandinum og niðri við sjó er oftast hægt að komast í návígi við selinn. Frá Skógum til Þórsmerkur er vinsæl gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Kynnisferðir hf  heldur uppi áætlun að Skógum á sumrin.

Rútuáætlun Skógar

Vegalengdin frá Reykjavík er um 150 km.

Myndasafn

Í grennd

Ásólfsskáli
Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann kom og reisti …
Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kvernufoss
Gil Kvernu opnast u.þ.b. 500 m austan Byggðasafnsins að Skógum. Þessi bergvatnsá kemur upp á  Skógaheiði og rennur til Skógár. Eldra nafn hennar er Kv…
Moldnúpur
Verkakonan, vefarinn, ferðalangurinn og fjósakonan Sigríður Anna Jónsdóttir fæddist að Gerðarkoti   undir Vestur-Eyjafjöllum hinn 20. janúar 1901, en …
Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull (1480m) er fjórði stærsti jökull landsins, u.þ.b. 590 km². Hann hvílir á mjög eldvirku svæði, Kötlu, sem gaus kröftuglega 1918. Talið er…
Paradísarhellir
Stóra-Borg er undir Austur-Eyjafjöllum. Þar var kirkjustaður og stórbýli fyrrum austan Bakkakotsár.  var   kirkja til ársins 1699. Um aldamótin 1200 h…
Seljalandshellar
Hellir í stórum kletti bakvið gamla bæjarstæðið að Seljalandi er í röð merkra þjóðminja. Hann er alsettur krossmörkum og alls konar ristum, allt frá m…
Seljavallalaug
Seljavallalaug er útisundlaug í dalnum innan og austan við bæinn Seljavelli undir Austur-Eyjafjöllum.  Þar er jarðhiti, sem var nýttur til byggingar l…
Skóga og Sólheimasandur
Skógasandur, er framburður hlaupa frá Sólheimajökli milli Skógaár og Jökulsár á Sólheimasandi, sem sýnir okkur glöggt að það er mögulegt að gera gráu…
Skógafoss
Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt með…
Skógasafn
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur- starfsemi 1949. Þar er sundhöll og skólinn var ný…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sólheimajökull
Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum. Hann er u.þ.b. 8 km langur og 1-2 km  breiður. Jökulsá á Sólheimasandi, stundum kölluð F…
Steinahellir
Steinar eru byggðarhverfi rétt austan Holtsóss í suðurhlið Steinafjalls. Þarna er mikil hrun og skriðuhætta og mörg mannslíf hafa týnzt í aldanna r…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er l…
Tjaldstæðið Skógar
Tjaldsvæðið Skógar: Tjaldsvæðið er við Skógarfoss sem er einn af glæsilegri fossum á Suðurlandi. Svæðið er nálægt þjóðvegi 1. Tjaldsvæðið við Skógafo…
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )