Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Steinahellir

Steinar eru byggðarhverfi rétt austan Holtsóss í suðurhlið Steinafjalls. Þarna er mikil hrun og

skriðuhætta og mörg mannslíf hafa týnzt í aldanna rás. Grasgefið engið við ósinn, veiði í honum og útræði var ástæða byggðarinnar.

Steinahellir er norðan Holtsóss í Steinabrekkum, rétt við þjóðveginn. Hann var þingstaður Eyfellinga á árunum 1820-1906 og bústaður álfa. Þarna gerðu bændur uppreisn gegn yfirvöldum 1858 vegna þess, að þeim hafði verið skipað að baða fé sitt, þótt það hefði ekki sýkzt af fjárkláða. Trampe stiftamtmaður og sýslumaður voru hraktir með svipuhöggum niður að djúpu Hellisvatninu. Þar urðu þeir nógu hræddir til að afturkalla skipanir sínar.

Myndasafn

Í grennd

Paradísarhellir
Stóra-Borg er undir Austur-Eyjafjöllum. Þar var kirkjustaður og stórbýli fyrrum austan Bakkakotsár.  var   kirkja til ársins 1699. Um aldamótin 1200 h…
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann. H…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )