Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kvernufoss

Gil Kvernu opnast u.þ.b. 500 m austan Byggðasafnsins að Skógum. Þessi bergvatnsá kemur upp á  Skógaheiði og rennur til Skógár. Eldra nafn hennar er Kvarnarhólsá. Frá gilkjaftinum sést til hins 40 m háa Kvernufoss og auðvelt er að ganga upp að honum. Bak við fossinn er bergið laust í sér og hált á köflum, þannig að bezt er að sleppa því. Það er gaman að ganga upp á brúnirnar fyrir ofan Skóga og fylgja Kvernugili upp heiðina. Þar birtist m.a. Laufatungufoss í samnefndri á, sem sameinast Kvernu neðan hans. Í Laufatungum var haft í seli og enn má sjá rústir þess. Norðar er þvergil, sem þarf að krækja fyrir, og ofar beygir Kvernugil til vesturs. Þar er Selvaðsfoss (40m) og síðan hver fossinn af öðrum. Loks er komið að veginum upp á Fimmvörðuháls, sem er hægt að nota á niðurleið, eða ganga lengra til vesturs og fylgja Þvergili til Skógárgils, sem leiðir göngumenn niður að Skógafossi.

 

Mynd: Tómas B. Magnússon.

Myndasafn

Í grennd

Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )