Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880. Kauptúnið fór að byggjast eftir 1910 og byggir tilvist sína á þjónustu við landbúnaðinn í nágrannsveitunum og fást unnar kjötvörur þaðan víða um land. Nokkur útgerð er frá Kópaskeri og gistihús og farfuglaheimili eru á staðnum.
Stutt er til margra áhugaverðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsavíkur og Mývatns, og Jökulsárgljúfur, sem teljast með merkustu náttúruperlum landsins, eru nærri.
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi uppýsinga-vefinn nat.is .
Árið 1976 14 janúar, urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og urðu töluverðar skemmdir á mannvirkjum á Kópaskeri.
Birgir Sumarliðason flugstjóri fór með fréttamenn Morgunblaðsins sjá (Myndskeið)
Eftir þetta var ekki aftur snúið. Birgir Sumarliðason flugmaður og stofnandi nat.is !!!
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Landsig varð í Kelduhverfi, myndaðist þá Skjálftavatn, sem er með stærstu vötnum landsins (11 km²). Jarðskjálftar, allt að 4,1 á Richter, með miðju í Öxarfirði, skóku Kópasker 18. sept. 2001 og varð vart alla leið til Akureyrar.
Vegalengdin frá Reykjavík er um. 580 km um Hvalfjarðargöng.
100 km. frá Húsavík.