Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kerlingarfjöll, Ferðast og Fræðast

Kerlingarfjöll
Mynd: Jónas Ingi Ketisson

Kelingarfjöll
Ferðavísir

Hveravellir 40 km <-Kelingarfjöll-> Hvítárnes 27 km | Gullfoss 72 km | Reykjavík 186 km

Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn sitt af 25 m háum og dökkum móbergsdrangi, sem stendur upp úr ljósgrýtisskriðum Kerlingartinds, en aðalsteintegundir fjallanna eru móberg og ljósgrýti (ríólít). Tindarnir teygja sig 800 – 1500 m yfir sjávarmál og 600 – 700 m yfir umhverfið. Fjöllin eru sundurskorin af dölum, gljúfrum og dældum. Snækollur (1477m) er hæstur tinda og næstur honum er Loðmundur (1432m). Aðrir tindar í svokölluðum Miðfjöllunum eru m.a. Mænir (1335m), en í Suðurfjöllunum eru stakir tindar eins og Höttur og Ögmundur. Jarðhitinn í Kerlingarfjöllum er geysimikill og flokkast undir háhita. Jöklar Fjallanna (Jökulfall) hafa verið á hröðu undanhaldi og svo var komið 1998 að leggja varð starfsemi skíðaskólans niður eftir áratuga rekstur. Í Árskarði/Ásgarði reisti Ferðafélag Íslands skála á árunum1937-38 og síðan spruttu þar upp byggingar Skíðaskólans eftir 1961, sem lagði FÍ skálann síðan undir sig.

Leppistungur eru milli Kerlingarár, Fúlár og Sandár á Hrunamannaafrétti sunnan Kerlingarfjalla. Fúlá kemur upp undan Vestra-Rjúpnafelli og rennur um mikið gljúfur í fyrstu.Stóri-Leppur (982m) og Litli-Leppur (711m) eru nafngjafar tungnanna. Leitarmannakofi er í Leppistungum.

Mænir (1335m) eru næstur nyrzt, en hallar nokkuð til suðurs. Hann er víðast kríngdur hengiflugum og efst er hann úr hrafntinnu.

Skeljafell (1027m; móberg) er vestast í fjallgarðinum, norðvestur af Ögmundi og vestan Miklumýrarlækjar.

Skrattakollur (móberg; 1158m) er sunnan til í Kerlingarfjöllum

Snækollur (1478m) er keilulagaður, hæsti tindur Kerlingarfjalla, oftast snævi þakinn. Útsýnið af honum er vítt á góðum degi. Það má sjá alla leið til Vestfjarða, austur til Ódáðahrauns og út á haf, norðan- og sunnanlands. Ganga á Snækoll frá Árskarði tekur u.þ.b. 3 klst.

Ýmsar sögur eru til af útilegumönnum og illum vættum í Kerlingarfjöllum og þau voru lengi vel ekki leituð af þeim sökum. Það var ekki fyrr en 1941, að Ferðafélagið stóð fyrir nánari könnun þeirra. Samkvæmt sögnum, stóð bærinn Innra-Árskarð í Árskarði. Miklar deilur stóðu um nafnið Árskarð, sem margir vildu skíra Ásgarð.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið.
Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!

Myndasafn

Í grennd

Beinabrekka, Beinahóll
Þessi örnefni vísa til grasbrekku hraunborgar í Kjalhrauni. Þessi staður er skammt norðaustan undir Kjalfelli. Enn þá finnst þar talsvert af beinum h…
Gönguleið Hvítárnes – Hveravellir
Gönguleiðin milli Hvítárnes og Hveravalla Gönguvegalengd 42-44 km. Í Hvítárnesi er elsti skáli FÍ frá 1930. Hann hýsir 30 manns. Fyrsta dagleiðin …
Gönguleiðir í Kerlingarfjöllum
Auðveld ganga: x Nokkuð krefjandi: xx Frekar krefjandi: xxx Mjög krefjandi: xxxx 1. Ásgarður-Ásgarðsfjall x Vegalegnd um 1 km, hækkun um 100 m…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Heilagi Kaleikinn á Kjalvegi ?
Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Svartá. Svartá í Langadal. Hveravellir<-Kjölur->Gullfoss Árið 2004 hóf hópur ítalskra ví…
Hveravellir, Ferðast og Fræðast
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Hvítárnes, Ferðast og Fræðast
Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð , Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferða…
Hvítárnesskáli
Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð. Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 ma…
Jökulfall
Jökulfall er líka kallað Jökulkvísl. Upptök þess eru nokkrar kvíslar úr Hofsjökli og vestust er Blákvísl í Blágnípuveri, sem fellur í Jökulfallið hjá …
Kjölur, Ferðast og Fræðast
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Þjófadalaskáli, FI
Skálinn í Þjófadölum Þjófadalaskáli var byggður 1939 og hýsir 11 manns. Hann stendur við rætur Rauðkolls og skammt frá Þröskuldi við gömlu reiðleiðin…
Þverbrekknamúlaskáli, skáli FÍ
Skálinn í Þverbrekknamúla Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem 20 manns geta sofið í 10 tvíbreiðum kojum. Gengið er inn í anddyri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )