Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði. Á Arnarvatnsheiði er mikill fjöldi veiðivatna. Á Tvídægru, sem er votlend og ill yfirferðar er m.a. vettvangur Heiðarvígasögu, sem hún dregur nafn sitt af. Ýmsar ár renna frá Tvídægru, s.s. Þorvaldsá, Núpsá og Vesturá til Miðfjarðar, Hrútafjarðará til Hrútafjarðar og Kjarrá til Borgarfjarðar.
Í flestum vötnunum er mikil fiskisæld og einhver veiði í þeim öllum og þar hefur verið stunduð veiði frá örófi alda, bæði af Borgfirðingum og Húnvetningum. Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar var mikil grasatekja fyrrum. Sekir menn áttu oft bólstaði á heiðinni eins og lesa má um í Grettissögu.
F578 – Arnarvatnsvegur. Lengd: 79 km.
Syðri helmingur Arnavatnsleiðar er fær sérútbúnum jeppum. Torfært vað er á Norðlingafljóti. Norðan Arnarvatns stóra er vegurinn fær jeppum en getur verið grýttur og blautur.