Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selfoss, Ferðast og Fræðast

Selfoss

Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls, fór að   byggjast árið 1891, þegar hengibrú var lögð yfir ána en hún hrundi árið 1944. Þá var gerð ný brú, sem hefur staðið síðan. Byggðin styrktist mjög upp úr 1930, þegar Kaupfélag Árnesinga og Mjólkurbú Flóamanna hófu starfsemi sína. Selfoss, sem nefndur hefur verið höfuðstaður Suðurlands, fékk kaupstaðarréttindi árið 1978. Bæjarbúar byggja afkomu sína á þjónustu við nærsveitirnar, ýmsum iðnaði og ferðaþjónustu. Ölfusá heitir áin neðan ármóta Sogs og Hvítár í Grímsnesi. Þær eru báðar góðar laxveiðiár og sama er að segja um Ölfusá. Veiði í öðrum ám og vötnum í nágrenninu er einnig góð. Margir áhugaverðir staðir eru í nærsveitum Selfoss. Grímsnes og Þrastarskógur eru einhverjar stærstu sumarbústaðabyggðir landsins.

Árið 1998 varð sveitarfélagið Árborg til við sameiningu Selfoss, Sandvíkurhrepps, Stokkseyrar og Eyrarbakka.

Við Sogið eru þrjár virkjanir en áin, affall Þingvallavatns, er stærsta og vatnsmesta bergvatnsá landsins , 19 km löng. Öll þjónusta fyrir ferðamenn er veitt á Selfossi, enda stöðugur straumur þeirra þar árið um kring, ekki sízt vegna þess, að þjóðvegur nr.1 liggur í gegnum bæinn.

Vegalendin frá Reykjavík er 57 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Friðland í Flóa
Friðlandið er á austurbakka Ölfusár norðan Óseyrarbrúar að landamerkjum Sandvíkurhrepps í   Straumnesi. Það nær yfir mestan hluta jarðanna Óseyrarness…
Golfklúbbur Selfoss
Svarfhólsvöllur Sími: 482-2417 gos@heima.is 9 holes, par 68 Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan …
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall (551m) í Ölfusi er hlíðabratt móbergsfjall með hraunlögum og að mestu hömrum girt. Það var   sjávarhöfði í lok ísaldar, þegar sjávarstaða…
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á …
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Laugardælahólmi
Laugadælahólmi er merkasta eyjan í Ölfusá, 20 km frá sjó. Síðustu aldirnar hefur æðarfugl orpið þar   (árið 1961 = 330 hreiður), en minkur hefur eytt …
Laugardælakirkja
Laugardælakirkja er í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var vígð 1965. Systkini Guðjóns   frá Þorleifskoti, sem lézt 1962, byggðu hana t…
Ölfusá
Ölfusá fyrir landi Hellis og Fossnes. Sex stanga svæði, sem er þekktast fyrir „Stólinn”, sem er bryggjan,   sem menn dorga af fyrir neðan brúna á Self…
Ölfusárbrú
Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann V…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er l…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )