Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ölfusárbrú

Selfoss

Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle upon Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.

1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.

Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís. Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.

Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.

Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.

Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva. Margir sóttu Selfoss heim, meðal annars frá Eyrarbakka og jafnvel austan yfir Þjórsá. Magnús Stephensen landshöfðingi flutti tölu og að lokum var Brúardrápa Hannesar Hafstein flutt. Dag þennan rigndi óhemju mikið, en fínt veður var bæði daginn áður og eftir.

Samdar voru reglur um umferð um Ölfusárbrúna, þar sem meðal annars var bannað að fara yfir brúna ríðandi á hraða yfir klyfjahraða og skilgreint hve margir laushestar máttu vera í rekstri yfir brúna.

Brúin fellur
Árið 1944 kom mjólkurbíll frá Reykjavík með annan í togi og þoldi brúin ekki þyngdina svo annar brúarstrengurinn slitnaði og bílarnir féllu báðir í ánna. Annar lenti á grynningum þaðan sem síðar var hægt að ná honum upp en hinn fór í hyldjúpa gjána ásamt bílstjóranum. Bílstjóra þess bíls tókst að halda sér á varadekki þar til hann rak á land við Selfoss-bæina fyrir vestan Selfosskirkju.

Guðbjartur Jónsson stjórnaði mjólkurflutninga um Suðurland og uppsveitir Arnessýslu til földa ára.
Hann hafði mart að segja þegar Brúin brast 1944!!
Guðbjartur Jónsson fæddur 29. nóvember 1917 d. júní 1992
Heimild: Wikipedia og nat.is

Myndasafn

Í grennd

Ölfusá
Ölfusá tekur við neðan ármóta Hvítár og Sogs. Hún er stutt, aðeins 25 km að sjó, en vatnsmesta á   landsins engu að síður. Hún rennur í gegnum Selfoss…
Selfoss
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls, fór að   byggjast árið 1891, þegar hengibrú var lögð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )