Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær flestum bílum í þurrkatíð á sumrin. Skaftfellingar kalla þessa leið Fjallabak og telja það nafn eldra og því réttara. Það er ótrúleg fiskmergð í flestum þessara vatna og undanfarna áratugi hefur verið unnið markvisst að grisjun sumra þeirra. Fiskurinn úr þeim getur verið allstór og er afarljúffengur, hvernig sem hann er matreiddur. Miðvegur eða Syðri-Fjallabaksleið liggur á milli Rangárvalla og Skaftártungu um Mælifellssand norðan Mýrdalsjökuls. Þessi fjallvegur er aðeins fær jeppum og er gjörólíkur Landmannaleið, bæði auðnarlegri og litfátækari en engu að síður tignarlegur.
Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli. Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.