Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dómadalsvatn

Veiði á Íslandi

Dómadalsvatn er skammt norðan Landmannaleiðar (Dómadalsleiðar) í dalverpi, sem er umgirt fjöllum vatselgur er í Dómadal í vorleysingum. Suðurhluti vatnsins er grunnur og þar er aðallega veiddur 1-2 punda urriði.

Tólf vatnanna sunnan Tungnaár eru opin veiðimönnum. Flest þeirra eru afrennslislaus. Flest bleikjuvatnanna hafa verið grisjuð með netaveiði, sem hefur leitt til stærri fisks.

Veiðihús er við Landmannahelli.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 160km.

Fish Parner
Fjarlægð frá Reykjavík:
159km
Veiðitímabil:
Meðan fært er á veiðisvæðið
Meðalstærð:
1-2 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur, spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur
Húsnæði:
Aðgengi:

Veiðikort
Dómadalsvatn liggur nyrst í Dómadal að Fjallabaki. Vatnið tilheyrir s.k. Framvötnum og er í 566 metra hæð, fallegt vatn sem er rétt innan við 0,1 km2 að stærð. Ekið er að vatninu út frá Dómadalsleið þar sem vegurinn liggur að og yfir Dómadalsháls. Akfært er inn að vatninu þar sem gott bílastæði er til staðar. Upp frá bílastæðinu liggur gönguleið að Lifrarfjallavatni, um 20 mín. gangur.

Dómadalsvatn er eitt fárra vatna á svæðinu sem vel sýnilegt aðrensli liggur að þar sem sprækur lækurinn við rætur Dómadalshálss skoppar yfir F225, vel fólksbílafært vað sem sumir vanmeta þó þannig að jafnvel 4×4 bílar hafa hikstað sé of greitt ekið yfir það.

Við fyrstu sýn má halda að vatnið sé allt frekar grunnt en svo er ekki því mesta dýpi þess er vel yfir 15 metrar þegar út í skálina er komið. Að vísu er aðgrunnt að sunnan, en vel má gera góða veiði þar síðla dags þegar urriðinn leitar upp á grynningarnar. Oft má sjá veiðimenn undir hlíðinni að austan, þaðan sem stutt er í dýpið sem og í suð-vestur horni þess. Í vatninu hefur nær eingöngu veiðst urriði hin síðari ári, en á árum áður var sleppt í það bleikjuseiðum og lá við að það yrði ofsetið, svo mikið fjölgaði hún sér úr hófi. Urriðinn í vatninu getur orðið rígvænn og hafa menn sett þar í 5 punda fiska en algengasta stærð er á bilinu 1,5 – 2 pund. Fallegur fiskur og ljóngrimmur að eiga við.

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í Dómadalsvatni

KAUPA VEIÐILEYFI

Myndasafn

Í grennd

Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norð…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )