Þjóðgarðurinn Þingvellir
Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðgarðurinn var stofnaður 1930.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var upprunalega innan Almannagjá í vestri og Hlíðargjá og Hrafnagjá í austri,en í suðri var miðað við línu frá hæstu brún Arnarfells beina stefnu á Kárastaði og í norðri frá Ármannsfelli þvert austur yfir hraunið að Hlíðargjá.
Árið 2004 stækkaði þjóðgarðurinn og er nú 228 ferkílómetrar.
Þingvallavatn er stærst stöðuvatna á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli. Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu. Árið 1990 hófst framleiðsla á heitu vatni til húshitunar á háhitasvæðinu að Nesjavöllum og haustið 1998 hófst þar raforkuframleiðsla fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Sogið, 19 km langt, mesta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Á yfirborði rennur aðeins rösk 10% aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja, mestur hlutinn er lindarvatn.
Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annars staðar á Suðurlandi, kjarri vaxin hraunin með djúpum misgengisgjám og tignaleg móbergsfjöll, sem setja sérstakan svip á umhverfið. Þingvellir bættust á Heimslista UNESCO sumarið 2004.
Vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla er 49 km og 20 km um Nesjavallaveg til Nesjavalla.
Umfangsmikið eldgos hafði áhrif á þá ákvörðun að taka upp kristna trú hér á landi.
Þá á Snorri Þorgrímsson goði að hafa mælt
„Um hvað reiddust goðin, þá er hér rann hraunið, er nú stöndum vér á?“
Það er líka Þingvellir á Vesturlandi
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!