Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sprengisandur

Sprengisandur

Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu Sveinagjáá reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komast hjá því að hitta illar vættir, drauga eða álfa fyrir á leiðinni.
Eldra nafn á Sprengisandi er Gásasandur, sem margir telja að hefjist norðan Háumýra, efsta gróðurlendis á Holtamannaafrétti.

Leiðin yfir Sprengisand er bæði gömul og ný, þótt þar hafi ævinlega verið færra fólk á ferðinni en yfir Kjöl og Kaldadal. Ástæðan var einkum tvíþætt, annars vegar var mun lengra á milli áfangastaða og vegalengdin milli byggðra bóla á Norður- og Suðurlandi einnig.

Hinn 15. ágúst 1933 var fyrst farið á bíl norður yfir Sprengisand. Ferðin tók sex daga að Myri í Báðardal

Gamla leiðin liggur frá Þjórsárdal í Bárðardal. Skjálfandafljót var oft riðið neðan Kiðagils og haldið áfram að Svartárkoti. Hagar voru fáir, hinir efstu að sunnan voru við Hreysiskvísl en að norðan við Kiðagil.

Milli Eyvindarvers og Kiðagils var u.þ.b. 75 km reið. Vegalendin milli grasa fyrir sunnan og norðan var 70-80 km. Stundum var farið frá Galtalæk á Landi, yfir Tungná á ferju, þar sem var bílakláfur og norður Búðarháls að Sóleyjarhöfða.

Núverandi leið, svokölluð Ölduleið er mun austar. Hún er greiðfær traustum bílum, þótt hún verði yfirleitt ekki fær fyrr en í júlí á sumrin. Helztu tálmar þar eru óbrúaðar ár, einkum Nýjadalsá og Hagakvísl og stundum er bezt að reyna ekki við þær einbíla.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært flestum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Bárðargata
Bárðargata er nafn á leið um Vonarskarð frá Bárðardal suður í Fljótshverfi. Bárður Heyangurs-Bjarnason nam Bárðardal frá Kálfborgará og Eyjardalsá og …
Eyvindarkofaver
Eyvindarkofaver er grösugt mýrlendi austan Þjórsár, umkringt melöldum og þakið fjölda tjarna. Helzti gróður er stör, brok, burnirót, smjörgras, loð- o…
Gæsavatnaleið
Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar ár. Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Ha…
Hágöngur
Hágöngur eru tvær, Nyrðri- og Syðri-. Þær eru úr ljósgrýti (ríólíti), brattar og keilulaga. Þær eru mjög áberandi í landslaginu, þar sem þær standa ei…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hrauneyjar – Sigalda – Versalir
Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var  neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð a…
Kiðagil
KIÐAGIL Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Það er þröngt klettagil vestan Skjálfandafljóts, sem var frægur áningarstaður fólks, sem fór gömlu Spre…
Laugafell-Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Nýidalur
Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur, Nýidalur eins og var
Nýidalur eins og var.  !! Glaugst er gest auga!! ÍSLANDSFERÐ 1973 JOACHIM DORENBECK Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugreksta…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )