Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Orkuveita Reykjavíkur Rafmagnsveita

Elliðarárvirkjun
Mynd: af vef or.is

Tilgangur Rafmagnsveitunnar er að dreifa og selja raforku og því eru kaupendurnir eða notendurnir  Rafmagsveita.gif (16625 bytes) raunverulega það, sem öll starfsemin beinist að. Rafmagnssalan fer fram um rafmagnssölumæla og er höfuðáhersla lögð á gæði þeirra og nákvæmni. Mælarnir eru prófaðir og stilltir í fullkomnasta prófunarbúnaði sem fáanlegur er á hverjum tíma og var t.d. nýtt töluvustýrt mælaprófunarkerfi tekið í notkun 1991. Á fyrsta heila starfsári Rafmagnsveitunnar, 1922, voru uppsettir sölumælar um 2.500 en voru við árslok 1994 nærri 74.000 talsins.

Gjaldskrá Rafmagnsveitunnar hefur tekið mörgum og miklum breytingum í tímans rás. Til dæmis var töxtum fækkað úr 26 í 10 árið 1977 og í fyrstu var m.a. tekið tillit til fermetratals íbúða og herbergjafjölda við verðlagninguna. Eftir síðustu endurskoðun gjaldskrárinnar sem tók gildi 1. janúar 1992, eru aðalverðflokkarnir aðeins þrír, þ.e. almennir taxtar, afltaxtar og rofnir taxtar. Notendum er veitt ráðgjöf um gjaldskrá, rafmagnsnotkun og notkunarvenjur auk þess er þeim veitt ýmis þjónusta sem tekur til raflagna og rafmagnstækja. Dæmi um fjölbreytni þjónustunnar er að framundir 1940 veitti Rafmagnsveitan notendum aðstoð við kaup á „rafstóm” (eldavélum) samkvæmt afborgunarsamningum og sá um að innheimta afborganirnar með rafmagnsreikningum. Rafmagnsveitan var á sínum tíma brautryðjandi hér á landi í vélrænni gagnavinnslu og tölvubúnaði til fjölmargra verkefna sem tengjast bókhaldi, gagnasöfnun og úrvinnslu, álestrum á sölumæla og reikningagerð. Ávallt hefur verið lögð sérstök áhersla á að vanda gerð og nákvæmni sölureikninga þannig að þeir veiti notendum sem fyllstar upplýsingar á auðlæsilegan máta.

Í seinni tíð hefur Rafmagnsveitan staðið fyrir kynningu á fyrirtækinu til að efla tengsl við notendur. Rafverktakar, sem Rafmagnsveitan veitir leyfi til starfa á veitusvæðinu, hafa náið samstarf við rafmagnsnotendur, og vinna þeir oft fyrir hönd Rafmagnsveitunnar. Rafverktakarnir leggja inn til samþykktar teikningar að nýjum neysluveitum og tilkynna veiturnar til úttektar áður en þær eru tengdar kerfi Rafmagnsveitunnar. Nú er verið að gefa út í einu lagi upplýsingasafn um allt sem varðar samskipti Rafmagnsveitunnar, rafverktaka, notenda, annarra stofnana og byggingayfirvalda. Með betra skipulagi, nýjum tækjum, útboðum verkefna og hagræðingu á öllum sviðum hefur starfsmönnum síðan farið fækkandi og eru þeir nú um 235 talsins. Minjasafn Rafmagsveitunar var vígt árið 1990 og er það til húsa á efri hæð Aðveitustöðvar 5 við Elliðaár. Þar verða geymdir munir og minjar sem tengjast sögu Rafmagnsveitunnar og eru til sýnis skólanemendum, almenningi og öðrum áhugamönnum. Félagsheimili var reist í Fögrubrekku við Elliðaár árið 1960 en 10 árum áður var hafin skógrækt í Elliðaárhólma. Þá starfsmannafélagið orlofshús í Straumnesi við Úlfljótsvatn og þar hefur einnig verið unnið að skógrækt og öðrum landbótum. Að Ármúla 31 er góð aðstaða til tómstundaiðju og heilsuræktar.

Jörðin Úlfljótsvatn í Grafningi er í eigu Rafmagnsveitunnar ásamt kirkju, sem þar er. Búskapur var stundaður þar á árum áðir en nú er jörðin nýtt fyrir skátastarf og orlofsheimili. Einnig er unnið þar að skógrækt og annarri náttúruvernd. Árið 1927 fól borgarstjóri Rafmagnsvveitu Reykjavíkur að framkvæm athuganir í Þvottalaugunum í Laugardal um notkunarskilyrði jarðhitans til hitaveitu og raforkuvinnslu. Jafnframt fól borgarstjóri Rafmagnsveitunni að athuga virkjunarskilyrði í Sogi. Eftir boranir í tvö ár í Laugunum sendi Rafmagnsveitan frá sér álitsgerð á þá leið, að eigi væri ráðlegt að nýta jarðhitann til raforkuöflunar nema með gufuvinnslu, en með því móti tæki of langan tíma að sjá fyrir aukinni rafmagnsþörf í Reykjavík. Hins vegar þótti það heppilegur kostur að nýta jarðhitann frá Laugunum til hitaveitu sem réttast væri að yrði komið upp sem sérstöku fyrirtæki. Samanburður sýndi að frekari stækkun Elliðaárvirkjunar (Elliðivatn) var ekki hagkvæm og árið 1933 fékk Reykjavíkurbær sérleyfi til virkjunar í Soginu. Fyrsta verk Rafmagnsveitunnar var að fá reynda verkfræðinga til aðstoðar við val á byrjunarvirkjun í Sogi.

Þegar undirbúningsvinnu við virkjun Ljósafossstöðvar við Sogsfossa lauk og niðurstöður verkfræðinga lágu fyrir, var ljóst að umframraforka var í boði. Auk þess var hægt að bæta við þriðju vélasamstæðu stöðvarhússins síðar. Fyrsta virkjunin í Soginu, Ljósafossstöðin, var tekin í notkun árið 1937, með tveimur vélasamstæðum, 4.400 kW hvorri. Árið 1944 bættist þriðja vélasamstæðan við, 5.800 kW. Var stöðin þá 14.600 kW og hefur síðan oft starfað með meira afli, allt að 16.000 kW. Árið 1943 fól borgarstjórinn Rafmagnsveitu Reykjavíkur það verk að finna leiðir til útvegunar á aukinni raforku til framtíðar fyrir Reykjavíkurkaupstað, sem var í stöðugum vexti. Komu tillögur Rafmagnveitunnar fram árið eftir og 1945 fór bæjarstjórn þess á leit við ríkisstjórn Íslands að fá að hefja nýja virkjun í Sogi, en ríkisstjórnin leit svo á að lögin um virkjun Sogsins næðu aðeins til hinnar fyrstu virkjunar við Ljósafossstöðvar. Það þótti ekki nægjanlegt og fór bæjarstjórnin fram á það að lögunum yrði breytt og var svo gert 1946. Hin nýju lög náðu til virkjunar alls Sogsins, frá Þingvallavatni niður fyrir Sogsfossa.

Árið 1947 var byggð varastöð fyrir Rafmagnsveituna, því farið var að bera á orkuskorti. Gat sú stöð einnig í kuldaköstum tekið á sig álagstoppa með hiturum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Afkastageta varastöðvarinnar var 7,5 MW. Varastöðin var stækkuð 1959 og 1966 í samtals 19 MW. Stöðin hefur lítið verið starfrækt seinni árin og hefur starfsemi hennar nú verið hætt. Árið 1949 var gerður sameignarsamningur um Sogsvirkjun milli Reykjavíkurkaupstaðar og ríkisstjórnarinnar. Var eignarhlutur Reykjavíkur 85% í fyrstu en Rafmagnsveita Reykjavíkur skyldi alfarið sjá um reksturinn. Írafossvirkjun er önnur virkjun í Sogi og er hún neðanjarðarstöð með 650 m löngum frárennslisgöngum. Vélasamstæður eru þrjár. Tvær voru fyrst ræstar árið 1953 og sú þriðja árið 1963. Afkastageta er 47.500 kW (48 MW). Steingrímsstöð er þriðja og síðasta virkjun í Sogi. Nýtir hún fallið á milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns og er fallhæðin um 20,5 m. Vélasamstæður eru tvær og voru þær ræstar árin 1959 og 1960. Stöðin er 26 MW. Virkjunin ber nafn Steingríms Jónssonar, sem var fyrsti rafmagnsstjóri í Reykjavík og framkvæmdastjóri Sogsvirkjunar alla tíð. Þegar Sogið var fullvirkjað var íslenska ríkið orðið helmingseigandi að Sogsvirkjun á móti Reykjavík samkæmt samningum frá 1949. Nýtt sameignarfyrirtæki þessara aðila og Akureyrarbæjar, Landsvirkjun, var stofnað 1965 og tók hún við rekstri virkjananna við Sog, háspennuflutningskerfinu og varastöðinni við Elliðaár.

Frekari orkuöflun skyldi einnig vera í umsjá Landsvirkjunar.Rafmagnsveitunni var strax falið að sjá um götulýsingu í Reykjavík og hefur síðan annast alla götulýsingu á veitusvæðinu. Fyrsta götulýsingin mun hafa verið sett upp í Kolasundi við Hafnarstræti. Var þá rafmagn lagt í gaslukt sem þar stóð og breytt hafði verið fyrir ljósastaur. Á fyrsta starfsárinu voru sett um 300 rafmagnsljósker og leystu þau af hólmi gaslugtir sem höfðu verið notaðar sem olíuljós til götulýsingar, en hið fyrsta þeirra var sett árið 1876 við rætur Bakarabrekkunnar, þar sem nú eru gatnamót Bankastrætis og Lækjargötu. Það þótti mikil framför að rafmagnsljósin voru látin loga stöðugt meðan dimmt var, en áður hafði verið slökkt um miðnætti. Fram til ársins 1950 var götulýsingin nánast ratlýsing enda eingöngu notaðar glóperur. Þá komu til sögunnar nýjar, úrhleðsluperur, sem eru bæði sparneytnari og öflugri.

Þær gerðu kleift að bæta lýsinguna til muna og koma upp umferðarlýsingu sem eykur öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda. Nú er fjöldi götuljósgjafa á veitusvæðinu um 28.000 og hefur um það bil tvöfaldast síðustu 15 ár. Árið 1894, aðeins 15 árum eftir að snillingurinn Edison gerði sína fyrstu nothæfu ljósaperu, stóð annar fullhugi á ræðupalli í leikhúsi Breiðfjörðs í Reykjavík og boðaði bæjarbúum möguleika rafmagnsins. Hann benti á „aflið hvíta” í fossum Elliðaánna nánast við bæjardyr Reykvíkinga og kvað það vera auðnámu. Og Ísland sagði hann geta orðið „ljósaland”. Þetta var Vestur-Íslendingurinn Frímann B. Arngrímsson. Frímann hafði útvegað tilboð í virkjun Elliðaánna sem hann kom á framfæri við einn bæjarfulltrúa Reykjavíkur. Ekki var þessu tilboði sinnt og ekki heldur öðrum þremur tilboðum sem hafði meðferðis til landsins árið eftir. Sömu sögu er að segja af ensku tilboði frá árinu 1894 um raflýsingu gatna bæjarins fyrir 5 þúsund krónur á ári. Til samanburðar er þess getið að kostnaður bæjarsjóðs við götulýsingu með olíuljósum var 800 krónur árið áður.

Bæjarstjórnin ályktaði þó í desember 1897 að kanna vilja bæjarbúa til kaupa á rafmagni til ljósa ef til kæmi að rafstöð yrði reist. Niðurstaða þeirrar könnunar varð sú að 300 húseigendur, af trúlega 560, óskuðu hver um sig eftir ljósarafmagni sem svaraði til liðlega 20 kertaljósa, að meðaltali. Var þá málið látið niður falla að sinni af hálfu bæjaryfirvalda eða þar til bæjarstjórnin kaus fasta rafmagnsnefnd árið 1914. Hófust þá vikulegar athuganir á vatnsmagni Elliðaánna. Um þessar mundir var Knud Zimsen kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, og upp frá því mæddu framkvæmdir í þessum efnum einkum á honum. Þá hafði margt gerst, sem sýndi áhuga manna á rafvæðingu. Fyrstu varanlegu rafljósin í Reykjavík voru kveikt árið 1899 og raffræðingurinn Halldór Guðmundsson setti upp vatnsknúna rafstöð við trésmiðju Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði. Fyrstu rafljósin í Reykjavík fengu orku frá steinolíugangvél sem reyndar var fyrst og fremst ætluð til að knýja Prentsmiðju Ísafoldar. Gasstöðin, sem áður er nefnd, var reist af þýskum verktökum og voru þýskir stöðvarstjórar til ársins 1918, er Brynjólfur Sigurðsson, fyrsti og eini íslenski gasstöðvarstjórinn, kom frá Noregi. Rekstri stöðvarinnar var að fullu hætt árið 1955, en þá hafði raforkan frá Sogsvirkjun leyst hana af hólmi. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1914 var ákveðið að athuga virkjunarmöguleika í Elliðaánum og 26. september 1918 var samþykkt að „byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum”.

Verkfræðingunum Guðmundi Hlíðdal og Jóni Þorlákssyni var falið að gera frumdrætti og kostnaðaráætlanir fyrir rafveitu frá Elliðaánum, er gæti bætt úr brýnustu raforkuþörf bæjarbúa. rafmagnsverkfræðingur ráðinn fastur starfsmaður bæjarins. Kristján konungur X. opnaði Elliðaárstöðina og Rafmagnsveitu Reykjavíkur til almennra nota við hátíðlega athöfn 27. júní 1921. Í byrjun var uppsett vélaafl í stöðinni 1.032 kW og rafveitukerfið náði til 773 heimtauga. Kostnaður við alla Elliðaárvirkjunina var tilgreindur 1,8 milljónir og við bæjarkerfið 1,4 eða samtals 3,2 milljónir króna. Árið eftir var inntaksstíflan hækkuð og afl stöðvarinnar aukið í 1.720 kW. Fyrri Elliðavatnsstíflan var gerð árið 1926 og nýrri þrýstivatnspípu var bætt við árið 1931 og lá hún samsíða fyrstu þrýstivatnspípunni. Vélaaflið var endanlega aukið í 3.160 kW árið 1933 og er stöðin enn þá rekin með fullu uppsettu afli. Minjasafn Rafmagnsveitunnar var opnað 17. apríl 1990. Í minjasafninu eru varðveittir og skrásettir munir sem hafa verið í notkun hjá Rafmagnsveitunni um lengri eða skemmri tíma og hafa fræðilegt eða sögulegt gildi fyrir atvinnusöguna. Sýningarsalur safnsins hefur verið opinn almenningi á sunnudögum frá kl. 14 til 16, en var lokað vegna Covit19 í apríl 2020 og óákveðið hvenær opnað verður aftur. Skólanemendum og öðrum hópum er veitt leiðsögn um safnið á öðrum tímum ef óskað er. Safnið er á annarri hæð aðveitustöðvarinnar, sem er andspænis rafstöðinni við Elliðaár.

Ferðast og Fræðast

Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa ferðalagið.
Sem er í boði í samvinnu við Orkuveitunar.

Ferðast og Fræðast:
Kaupstaðir, kauptún. byggðakjarnar.
Hálendið
Áhugaverðir staðir,
Söguslóðir,
Morð og aftökur á miðöldum
,
Galdrar og galdra bernnur,
Fuglar
Vilt spendýr
Húsdýr 
Íslenska Flóran
Þjóðgarðar Íslands
Eldgos á Íslandi
Jarðfræði Íslands
Virkjanir
ekki gleyma:
ekki gleyma:
Golf ferðast og fræaðast
Stangveiði ferðast og fræðast

Villtu rifja upp Þorskastíðin
Eða lesa um Íslandsferð 
um Ódáðahraun 1973
og ferð um Sprengisand

Eða skoða meira um Ísland.

Ferðavísir Ferðast og Fræðast
Það er hægt að nálgast enska-vefinn með því að smella á English

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Orkuveituna

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

 

Myndasafn

Í grennd

Gvendarbrunnar
Uppsprettulindir í landi Hólms undan Hólmshrauni, skammt frá Helluvatni, sem er hluti af Elliðavatni.   Neyzluvatn tekið frá stofnun vatnsveitu 1909 (…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Orkuveita Reykjavíkur Hitaveita
Þeir, sem koma til Reykjavíkur, taka strax eftir því, að þar sést enginn reykur og loftmengun er tiltölulega  lítil. Það passar ekki alveg við nafn b…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Úlfljótsvatn
Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn   og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljó…
Úlfljótsvatnskirkja
Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á   höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði …
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )