Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar

Uppsprettulindir í landi Hólms undan Hólmshrauni, skammt frá Helluvatni, sem er hluti af Elliðavatni.   Neyzluvatn tekið frá stofnun vatnsveitu 1909 (3400 m³ á sólarhring) en síðan úr svokölluðum Bullaugum. Nú kemur mestur hluti neyzluvatnsins úr borholum á Heiðmerkursvæðinu. Kenndir við Guðm. biskup Arason góða, þótt engar heimildir séu til um þau tengsl. GvendarbrunnahúsUm áhrif vígslu Gvendarbrunna sagði Árni Jónsson ábóti:

Sjatna mein, en búfé batnar,
boginn réttist, en hrjúfir sléttast,
slokknar eldur, en verkir vikna,
veitist sýn, en dauði týnist.

Líklegt er, að Ingólfur Arnarson hafi grafið fyrsta brunninn í Reykjavík. Um aldamótin 1900 voru 34 brunnar í Reykjavík og árið 1906 brauzt út taugaveikifaraldur vegna mengaðs vatns í mörgum þeirra. Árið 1909 var tekið neyzluvatn úr Elliðaánum til hausts en þá var vatnsveitan frá Gvendarbrunnum tilbúin. Þeir eru í 85 m hæð yfir sjó og þar eru 10 borholur. Aðaldreifikerfi neyzluvatns í borginni er u.þ.b. 330 km langt og heimaæðar 190 km. Fyrstu aðalæðar vatnsveitunnar voru 25 sm í þvermál (38,5 l/sek) en núna 1 m (900 l/sek).

Árið 1980 hófst dæling úr lokuðum vatnsbólum í Heiðmörk og 1984 var síðasta opna vatnsbólið var tekið úr notkun. Allt vatn kemur nú úr lokuðum vatnsbólum af fjórum svæðum í Heiðmörk. Stofnæðin þaðan er 1000 mm í þvermál og heildarlengd stofnæða og dreifiæða í veitukerfinu er nú um 358 km, en lengd heimæða er áætluð um 219 km. Vatnsveitan hefur yfir að ráða 5 miðlunargeymum sem taka 20 þúsund tonn af vatni. Tölvuvætt vaktkerfi fylgist með rennsli og þrýstingi á ýmsum stöðum í kerfinu, ásamt upplýsingum frá nokkrum dælustöðvum, sem halda uppi þrýstingi í hærri byggðum borgarinnar. Frá árinu 1982 hefur Vatnsveitan byggt upp varaaflsstöðvar á mikilvægum stöðum í kerfinu. Með þeim aðgerðum er reynt að tryggja vatn og brunavatn þótt rafmagn fari af borginni. Mikið er lagt upp úr lekaleit til að spara vatn. Samtals er fjöldi borholna á Bullaugna-, Myllulækjar- og Gvendabrunnasvæðunum 17. Vatnsveitan hefur vararafstöð. Vatnsveitan þjónar nú u.þ.b. 142.000 manns í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Áætluð neyzla á mann er u.þ.b. 535 l á sólarhring (atvinnurekstur innifalinn; einstaklingur notar u.þ.b. 220 l) Fjögurra manna fjölskylda notar á hverjum degi 20 ltil matargerðar, 15 l til drykkjar, 15 l í uppþvott, 150 l í þvottavél, 220 l í böð, 40 l í salerni, 10 l til garðvökvunar og 10 l í bílaþvott. Baði fólk sig í kerlaug, samsvarar það 220 l í hvert skipti, en 90 l sé notuð sturta.

Myndir: Bæklingur OR 2009.

Myndasafn

Í grend

Almenningur Reykjanes
Almenningur er hraunspilda milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns á Vatnsleyuströnd. Fyrrum var þar    skógur, sem eyddist af ofbeit og skógarhöggi. Umh…
Orkuveita Reykjavíkur OR
Orkuveita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuveit…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )