Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hólmsá

Elliðaá

Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan Geirlands,  afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gunnarshólma, sem rennur síðan í Elliðavatn. Talsvert er af fiski í ánni aðalega urriði 1-2 pund en í Nátthagavatni er talsvert af bleikju.

Stíflugarður var reistur fyrir ofan Gunnarshólma, en þá hækkaði yfirborð vatnsins, og var þar oft mjög góð veiði. Í ánni ofan stíflu var eingöngu urriði, að meðalstærð 1-4 pund og veiddust stundum fiskar yfir 8 pund. Áhrif stíflunar nýtur ekki lengur við og hefur veiðin á þessu svæði nánast horfið.

Hólmsá, sem heitir Bugða síðasta spölinn að Elliðavatni, rennur í það auk Suðurár úr Silungapolli.

Tanginn Þingnes, sem er að hluta í kafi eftir að stíflan var gerð fyrir 1924-26. Þar fundust rústir, sem staðfesta líklega, að Kjalarnesþing hafi verið háð þar um hríð a.m.k. Þar var stofnun Alþingis líklega undirbúin. Jónas Hallgrímsson rannsakaði rústirnar og þjóðminjasafn árið 1981. Benedikt Sveinsson eignaðist jörðina árið 1815 og Einar Ben. fæddist þar 1864. Fyrsta vísan hans er sögð hafa orðið til þar þegar hann var 7-9 ára og orti um vinnumann:
Jósep er og hundur hans
hungraðir að vana,
seggur þessi sunnanlands
segist kominn að bana.

Myndasafn

Í grennd

Elliðaár
Laxveiði á Höfuðborgarsvæðinu Þær eiga upptök sín í Elliðavatni, en efstu drög eru mun ofar, í vötnum fyrir ofan og neðan Silungapoll og nær ríki lax…
Nátthagavatn
Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva Einarsson frá Miðdal (Meðal systkina hans var Guðmundur frá Miðdal)   segir að þarna hafi Fossvallaá ru…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Selvatn
Selvatn er í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu Það er 0,37 km², dýpst 40 m og í 131 m hæð yfir sjó. Gudduós,  sem er upphaf Elliðaáa, rennur úr því. Aka má…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )