Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selvatn

Selvatn er í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu Það er 0,37 km², dýpst 40 m og í 131 m hæð yfir sjó. Gudduós,  sem er upphaf Elliðaáa, rennur úr því. Aka má um þjóðveg 431 um Miðdal að vatninu, en einnig frá Elliðakoti. Þar er sagður vænn silungur, talsvert af 2-4 punda fiski, en á það til að taka illa aðallega bleikja, en líka slangur af urriða. Smávegis hefur fundist af murtu í vatninu. Sagan segir, að öfuguggar hafi veiðst í Selvatni, en þeirra hefur ekki orðið vart lengi.

Vegalengdin frá Reykjavík er 20 km.

Myndasafn

Í grend

Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 36,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )