Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva Einarsson frá Miðdal (Meðal systkina hans var Guðmundur frá Miðdal) segir að þarna hafi Fossvallaá runnið. “Dregur [hún] nafn af fallegum fossi, þar sem áin rennur niður í Nátthaga. Svo áfram niður í vesturenda Nátthagavatns. Úr Nátthagavatni ræður Hólmsá mörkum, þar til Dugguós (Gudduós) og Hólmsá mætast.”
Hólmsá, sem heitir Bugða síðasta spölinn að Elliðavatni, rennur í það auk Suðurár úr Silungapolli.