Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Orkuveita Reykjavíkur Hitaveita

Gömlu þvottalaugarnar

Þeir, sem koma til Reykjavíkur, taka strax eftir því, að þar sést enginn reykur og loftmengun er tiltölulega  gamla hitaveitan lítil. Það passar ekki alveg við nafn borgarinnar. Við eigum heita vatninu að þakka, hve mengunarlítil höfuðborgin okkar er. Svona hefur þetta ekki alltaf verið, því að á fjórða áratug 20. aldar lá oft svo mikil stybba yfir bænum á kyrrum og köldum vetrardögum, að varla sást milli húsa. Árið 1928 var fyrsta holan boruð við Þvottalaugarnar, sem höfðu verið notaðar um áratugi til þvotta. Við borunina jókst vatnsstreymið til yfirborðsins, 14 l/sek af 87°C heitu vatni. Vatnið var leitt um þriggja km leið að Sundhöllinni, Austurbæjarskólanum, Landsspítala og 60 húsa í nágrenninu.

Árið 1933 voru boraðar fyrstu holurnar við Reyki í Mosfellssveit, 18 km frá Reykjavík. Vatnsöflunin jókst stöðugt og árið 1939 var lögð lögn frá Reykjum og hitaveituframkvæmdi hófust fyrir alvöru í borginni. Framkvæmdum var að mestu lokið árið 1943 og vatnsframboðið var u.þ.b. 200 l/sek. af 80°C heitu vatni. Borgin stækkaði stöðugt og þörf var meira vatns, þannig að borað var áfram, fyrst að Reykjum, svo að Reykjahlíð á árunum 1933 til 1955 þar til heildarfjöldi borholna var orðinn 72. Borgin og ríkið keyptu fyrsta stóra borinn árið 1958. Á fimmta tug holna voru boraðar eftir 1958, þar af rúmlega 20 í Reykjavík. Hin dýpsta, sem er ekki lengur í notkun, er 3085 m djúp. Hitaveita Reykjavíkur fær orku sína frá fjórum svæðum, Nesjavöllum, Mosfellssveit, Laugavegssvæðinu og Elliðaársvæðinu.

Kerfi Hitaveitunnar er gert til að mæta hámarksálagi við -10°C. Verði álagið meira er notað af birgðum í tönkum borgarinnar (68.000 tonn) og vatn er hitað með olíu. Tvívetnisgildi vatnsins úr borholum gefur til kynna hvar vatnið hefur fallið sem úrkoma, því það fer eftir hæð yfir sjó. Í ljós hefur komið að vatnið kemur frá suðurbrún Langjökuls, en vatnið í Mosfellssveit kemur af heiðum ofan í nágrenninu. Þrívetni gefur aldur vatnsins til kynna að einhverju leyti, því það var ekki til í andrúmsloftinu fyrir 1952, þegar fyrsta vetnissprengjan var sprengd.

Það er ekkert þrívetni í vatninu í Reykjavík en það finnst aftur á móti í vatninu úr Mosfellssveit. Dælur eru í borholunum á 110-170 m dýpi, aðaldælur til höfuðborgarsvæðis og hverfadælur. Talsverð orka er eftir í vatninu, þegar það rennur frá húsum, en það á að vera 25-30°C heitt. Þetta afrennsli er nýtt til upphitunar gróðurhúsa, garðhýsa, heitra potta, bílastæða, gangstétta og gatna, svo eitthvað sé nefnt.

Myndasafn

Í grennd

Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )