Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Úlfljótsvatnskirkja

Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði árið 1914. Þetta er vegleg timburkirkja með stórum turni, sem bætt var við hana 1924.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og henni var þjónað frá Þingvöllum þá og síðar. Hún er nú annexía frá Mosfelli í Grímsnesi.

Gissur Bjarnason (1660-1727) þjónaði staðnum um tíma frá Þingvöllum eftir að hafa verið vikið úr embætti í Meðallandsþingum 1701. Síðar varð hann prestur í Breiðuvíkurþingum og átti þar í ýmsum vanda. Hann drukknaði í síki í Kaupmannahöfn.

Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljósafossi og Írafossi. Jörðin er talin vera um 1397 ha. Af þeim fimm jörðum sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi liggur Úlfljótsvatn lægst.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Úlfljótsvatn
Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efr ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )