Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsvík

Ólafsvík

Ferðavísir
Hellissandur 9 km <Ólafsvík> Arnarstapi 38 km. um Fróðárheiði. Grundarfjörður 28 km.

Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í kjölfarið. Gamalt pakkhús frá 1844 er á staðnum og er nú minjasafn. Til margra ára var blómleg útgerð og fiskvinnsla í Ólafsvík og fjöldi aðkomufólks sótti vinnu þangað. Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi og er þar sjóminjasafn, sem geymir m.a. Blika, elzta áraskip landsins, smíðað 1826.

Bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar eru staðsettar á Hellissandi.

Rif var einhver mesta verzlunarhöfn á Snæfellsnesi áður fyrr, en höfnin eyðilagðist þegar Hólmkelsá breytti farvegi sínum. Góð höfn er nú á Rifi. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaðan í atvinnulífi Ólafsvíkur, Hellissands og Rifs. Ólafsvík, Hellissandur og Rif eru nú hlutar Snæfellsbæjar.

Félagsheimilið Klif var opnað í ágúst 1987 á 300 ára afmæli verzlunar í Ólafsvík. Sigurður Elínbergsson sá um smíði þess og bæjarstjóri var þá Kristján Pálsson.

Ólafur belgur nam land inn frá Enni til Fróðár og bjó í Ólafsvík. Ormur hinn mjóvi kom á skipi sínu í Fróðá. Hann bjó nokkra vetur á Brimilsvöllum áður en hann rak Ólaf belb á brott. Síðan bjó hann að Fróðá og nam víkina gömlu milli Ennis og Höfða.

Styttan í Sjómannagarðinum í Ólafsvík er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, föður listamannsins Errós, sem fæddis í Ólafsvík. Styttan var afhjúpuð á sjómannadaginn 1961.

Samgöngur til og frá austri og vestri um Búlandshöfða og Enni voru erfiðar og hættulegar.

Þjóðsagan segir, að 19 hafi farizt í Enninu. Aðdýpi er talsvert við Búlandshöfða, þannig að þar þurfti að ferðast um snarbrattar brekkur. Hægt var að fara fyrir Enni á fjöru en var aldrei hættulaust vegna grjóthruns, þótt Guðmundur biskup góði hefði vígt það.

Árið 1963 var sprengdur vegur í klettabeltið meðfram Enninu en dró ekki úr hættunni. Núverandi vegur var opnaður árið 1983. Fróðárheiði var löngum eina örugga samgönguleiðin við Ólafsvík en var oftast lokuð vetrarlangt vegna snjóa.

Eitthvert frægasta og farsælasta skip Snæfellinga var Svanurinn, sem sigldi áfallalaust í 116 ár. Hann var smíðaður 1777, 170 rúmlesta briggskip, skrokkur klæddur með látúni. Hann var þungur undir seglum, en vel búinn og traust sjóskip. Fólk kom víða að til að fá far með honum milli Íslands og Danmerkur. Hann slitnaði upp af legunni í Ólafsvík 1893 og eyðilagðist ásamt fleiri skipum.

Hafnarskilyrði voru þá slæm og vátryggingarfélögin, sem voru að komast á legg á þessum árum hættu að tryggja skipin í Ólafsvík. Það varð til þess, að útgerð stærri skipa lagðist af um tíma í Ólafsvík.

FRÓÐÁRHEIÐI
(361m) er einn fjallveganna yfir Snæfellsfjallgarð, lítið eitt austan Ólafsvíkur. Leiðin liggur upp frá Búðahrauni og niður í Fróðárdal á norðanverðu Nesinu. Þessi leið liggur um snjóþungt skarð, þar sem veður verða oft vond.

Myndasafn

Í grennd

Búlandshöfði
Búlandshöfði steypist snarbrattur í sjó fram milli Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar, um Búlandsgil eru mörkin milli sveitarfélaganna. Hann var mestur f…
Fróðá
Fróðá er eyðibýli í samnefndum hreppi og fyrrum kirkjustaður. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar  heilagri guðsmóður. Kirkjan var flutt til Ólafsvíku…
Golfklúbburinn Jökull
Fróðárvöllur 355 Ólafsvík Sími/Tel.: 436- 9 holur, par 34. Golfklúbburinn Jökull var stofnaður 21. júlí 1973. Land undir golfvöllinn fékkst fyrs…
Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Rjúkandavirkjun
Fossá á upptök sín í Snæfellsjökli. Hún rennur neðanjarðar í vikurjarðlögum þar til hún sprettur fram Í   lindum við Gerðuberg. Þar hefur hún tekið á …
Snæfellsnes
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag og fjölbreytt afþreying. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmen…
Snæfellsnes kort
Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi  …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )