Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarvalladalur

Aldamótaárið 1900 byggðu ung hjón sé bæ í Laugarvalladal, hjáleigu frá Brú. Staðurinn lofaði góðu, því að hann var vel gróinn og slægjur allgóðar en þó var ekki vitað til þess, að þarna hefði staðið bær áður. Þá var beitiland samfellt, allt suður í Sauðárdal. Rétt við bæjarvegginn var heit lind. Þetta var dugnaðarfólk og náði að fjölga nokkuð fé sínu til að byrja með. Þarna var snjólétt, svo að hægt var að treysta á töluverða vetrarbeit. Börnin komu hvert af öður, næstum árlega, og að sex árum liðnum áttu þau tvö á lífi en tvö höfðu dáið í frumbernsku eins og algengt var á þessum tíma.

Snemma vors 1906 skall á öskubylur, svo að menn mundu tæplega annað eins. Fé unga bóndans og fé, sem hann var með á fóðrum fyrir aðra, hafði verið útivið og hraktist undan veðrinu. Bóndi fór af stað út í hríðina til að freista þess að ná fénu saman og koma því heim. Það tókst ekki og það hraktist út að Jökulsá, þar sem það fórst allt. Þetta varð bóndanum um megn. Hann tók inn refaeitur, stryknin. Þegar hann var í dauðateygjunum, komu konan hans unga og tengdamóðir að honum og reyndu að hjálpa honum en gátu ekkert að gert. Úr glugga í bænum fylgdist fjögurra ára sonur hans með, nývaknaður, og skildi að ekki var allt með felldu. Bóndi var örendur innan tíðar. Unga ekkjan varð nú að ganga norður að Brú, um 20 km leið, og skilja börnin eftir á meðan í umsjá ömmunnar. Þar með lauk byggð í Laugarvalladal. „En menn sjá hann oft ganga hér um,” sagði Sigvarður, grenjaskytta og bóndi á Brú, grafalvarlegur, „sérstaklega, ef þeir gista hér einir.”

Möðrudalur 71 km <Laugarvalladalur>Brú 33 km , Egilsstaðir 104 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Aðalból. Jökuldal
Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó á landinu, 100 km í  og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þek…
Brúardalir
Brúardalir eru á Brúaröræfum inn af Brú, efsta bæ á Jökuldal. Þessir dalir eru Laugarvalladalur, Sauðárdalur, framhald hans, Vesturdalur og Fagridalur…
Dyngjuháls
Sprungusveimur Dyngjuháls er lítt kannaður en er talinn vera u.þ.b. 10 km breiður og 25-50 km langur um Trölladyngju allt að Dyngjufjöllum. Hann teygi…
Dyngjuháls
Dyngjuháls er allbreiður og langur hryggur, sem teygist í átt til Trölladyngju undan vestanverðum Dyngjujökli, austan Gæsavatna. Yfir hann liggur u.þ.…
Gripdeild
Gripdeild er á Jökuldalsheiði í N-Múlasýslu. Það er 0,21 km², dýpst 8 m og í 561 m hæð yfir sjó. Til þess smálækir úr umhverfinu og frá því rennur Ví…
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megi…
Matbrunnavötn
Matbrunnavötn eru í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu. Þau eru tvö og nokkur spölur á milli þeirra.   Samanlögð stærð þeirra er 1,22 km² og þau eru í 562 …
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Þríhyrningsvatn
Þríhyrningsvatn er allfjarri byggðu bóli, vestan við Þríhyrningsfjallgarð í Jökuldalshreppi. Það er 4,3 km², dýpst 33 m og er í 585 m hæð yfir sjó. Su…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )