Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kjósarhreppur

Laxá í Kjósarhrepp

Kjósarhreppur

Sveitafélagið er dreifbýlishreppur (landbúnaðarhérað), 298 ferkílómetrar að stærð. Íbúar með  lögheimili í hreppnum 1. janúar 2020 voru 245.

Helstu atvinnugreinar eru framleiðsla mjólkur, eggja, kjúklinga, sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og skógrækt. Flestir bæir í Kjós hafa einhver hlunnindi svo sem lax- og silungsveiði og lítils háttar dúntekja er við Hvalfjörð. Nokkrir landeigendur leigja lönd undir sumarhús og munu vera um 500 sumarhús í hreppnum.

Fyrir aldamótin 1900 var stofnað menningarfélag sem nefnt var bræðrafélag. Aðal markmið þess var bókakaup og lán á bókum til félagsmanna, bókunum var komið fyrir í þinghúsi hreppsins sem var á prestsetri sveitarinnar á Reynivöllum, hús þetta var lítið timburhús sem notað var sem samkomuhús.

Árið 1915 var Ungmennafélagið Drengur stofnað og var það strax kraftmikið félag sem lét flest framfaramál til sín taka. Er seinna stríði lauk keypti ungmennafélagið kvikmyndahús sem reist hafði verið fyrir hermenn í Hvítanesi í Hvalfirði, húsið var rifið og efnið úr því notað til að byggja félagsheimili. Hús þetta heitir Félagsgarður það var tekið í notkun árið 1946 og er notað til leikfimikennslu fyrir barnaskólann, hreppskrifstofu og allt samkomuhald í hreppnum.

Búnaðarfélag var stofnað á fyrri hluta aldarinnar og er fagfélag fyrir landbúnaðinn og kvenfélag (stofnað 15.mars 1940) sem lætur ýmis mannúðarmál til sín taka. Veiðifélag Kjósarhrepps var stofnað 1948. Sér það um útleigu á vatnasvæði Laxár og Bugðu og um seiðaeldi fyrir sama svæði. Árið 1948 var tekin í notkun stór og glæsilegur heimavistarbarnaskóli (Ásgarður) og var hann fyrsti sérhannaði skóli sveitarinnar, en fram að þeim tíma hafði verið farskóli í Kjósinni. Í dag hefur börnum í sveitinni fækkað, heimavist er aflögð en hluti skólans er notaður fyrir bókasafn og leikskóla. Á sumrin er skólahúsið notað sem veiðihótel.

Margir áhugaverðir og fallegir staðir eru í Kjós. Brynjudalurinn inn af Hvalfjarðarbotni með birkikjarri innst í dalnum, Botnsúlur blasa við, Brynjudalsá rennur eftir miðjum dalnum ágæt til laxveiða, strandlengjan meðfram Hvalfirðinum, þar er fjölbreytt fuglalíf og kræklingafjörur, Hvalfjarðareyrin sem er sérstakt náttúruundur. Maríuhöfn við Hálsnesið þar sem talið er að fyrsta höfn landsins hafi verið, Meðalfellsvatn, þar er hægt að fá keypt veiðileyfi, þar veiðist bæði lax og silungur. Þjónustuhús er við vatnið bæði fyrir veiðimenn og aðra ferðamenn (Kaffi – Kjós).

Margar góðar göngu- og reiðleiðir eru um Kjósina. Þeir sem vilja skoða sveitina akandi geta farið ýmsar hringleiðir, svo sem Miðdalinn kringum Eyrarfjall, af vesturlandsvegi upp Meðalfellsveg að Kjósarskarðsvegi, þar sem Vindásheiðin blasir við þaðan til vinstri um Laxárdal að vesturlandsvegi eða til hægri Kjósarskarðsveg að Þingvallavegi. Á þeirri leið er Þórufoss 18 metra foss í Laxá og sérstakt gljúfur þar fyrir neðan.

Bretar og Bandaríkjamenn byggðu herstöðvar á Hvítanesi, Litlasandi og Miðsandi. Lítil merki sjást um veru þeirra á Hvítanesi en handan fjarðar hafa margir braggar verið varðveittir. Fjörðurinn var mikilvægur viðkomustaður skipalesta frá Englandi og Bandaríkjunum, sem voru á leið til Murmansk í Rússlandi í síðari heimsstyrjöldinni. Bandamenn reistu bryggju undir Þyrilsklifi. Hún var síðar notuð fyrir hvalveiðara Hvals hf., sem byggði hvalstöðina, sem enn stendur.

Hernámssetrið að Hlöðum.
Hernámssetrið að Hlöðum er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 45 mín akstur frá Reykjavík.
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld.
Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum.
Sjá; Kaldaðarnes

Myndasafn

Í grennd

Botnsá
Áin rennur úr Hvalvatni og fellur til sjávar í Hvalfjarðarbotni. Áin er frægari fyrir þjóðsögur henni , svo og hæsta fossi landsins, Glym, heldur en f…
Botnssúlur
Botnssúlur séðar frá Hvalfirði Botnssúlur eru þyrping tinda útdauðrar megineldstöðvar inn af Botnsdal í Hvalfirði og skamman veg frá   Þingvöllum. Hæ…
Brynjudalsá
Safnast saman úr ýmsum lækjum og sprænum í fjöllum og giljum upp af Brynjudal í Hvalfirði og (410m; 0,23 km²) vestan Botnssúlna og fellur til sjávar …
Esjan
Esjan er mest áberandi fjall handan Kollafjarðar og upp af Kjalarnesi. Eftir sameiningu Reykjavíkur og  1998 er hún innan höfuðborgarinnar. Hæsti stað…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Glymur Hvalfirði
Hæsti foss landsins, Glymur, er í Botnsá í Hvalfirði. Botnsá er afrennsli Hvalvatns niður í Botnsvog. Áin steypist niður í stutt en mjög djúpt gljúfur…
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á …
Leggjabrjótur
Forn þjóðleið Leggjabrjótur Leggjabrjótur er milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Leggjabrjótur er forn þjóðleið frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði,…
Meðalfellsvatn
Meðalfellsvatn er í Kjós. Áin Bugða fellur úr því í Laxá, þannig að lax gengur upp í það. Báðar eru góðar  veiðiár. Vatnið er 2,03 km². Mesta dýpt þes…
Staupasteinn í Hvalfirði
Staupasteinn í Hvalfirði er bikarlaga steinn sunnan í Skeiðhól við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var vinsæll áningastaður fe…
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )