Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brynjudalsá

Safnast saman úr ýmsum lækjum og sprænum í fjöllum og giljum upp af Brynjudal í Hvalfirði og (410m; 0,23 km²) vestan Botnssúlna og fellur til sjávar í Brynjudalsvog. Þetta er vatnslítil á sem þó heldur furðu jöfnu rennsli þótt þurrkar og snjóleysi herji. Veitt er á tvær stangir í ánni og hefur lengst af verið veitt nær eingöngu neðan Bárðarfoss og eru þá aðeins um 300 metrar til sjávar. Um kílómeter ofar er síðan Efrifoss og fáeinir hyljir á milli fossa.

Laxastigi í Bárðarfossi er erfiður en fær löxum. Eigi alls fyrir löngu var hann hins vegar lagaður. Stigi í Efrifossi var lengst af ónothæfur, en í fyrra var svo lappað upp á hann og síðsumars 1997 sást talsvert af laxi þar fyrir ofan. Því var fylgt eftir með gönguseiðasleppingum sem eiga að skila sér og því má búast við að veiðisvæðið lengist nú til muna og áin standi mun betur en fyrr undir tveimur dagsstöngum.

Myndasafn

Í grennd

Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )