Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kiðagil, Sprengisandur

sprengisandur

KIÐAGIL

Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Það er þröngt klettagil vestan Skjálfandafljóts, sem var frægur áningarstaður fólks, sem fór gömlu Sprengisandsleiðina. Allir, sem komu að sunnan voru mjög fegnir að ná þessum áfanga, þótt hagi væri af skornum skammti þar. Altjent voru þó draugar og aðrar illar vættir að baki eins og segir.
í kvæði Gríms Thomsens, Sprengisandur.

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið,
álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

Kiðagilsdrög teygjast langt suðvestur á Sprengisand. Þar eru víða mosaþembur og stöku háplöntur.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Aldeyjarfoss
Aldeyjarfoss er meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Hann er innrammaður í fagrar stuðlabergsmyndanir og þar er líka að finna marga skessukatla. H…
Arnarfell hið mikla
Arnarfell hið mikla (1143m) er skriðjöklum girt í Hofsjökli suðaustanverðum. Það sést víða að, hömrótt efst og skriður neðst. Suðurbrekka fjallsins he…
Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Herðubreiðarlindir og Herðubreiðarlindir
Austan Dyngjufjalla í Ódáðahrauni rís rofinn fjallgarður, syðst Herðubreiðartögl, svo Herðubreið og norðan hennar Herðubreiðarfjöll með tindinum Egger…
Mjóidalur
Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðardal að Ytrimosum á…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengusandur: Ferðavísir Frá Sigalda Selfoss 106 km | Fludir 85 km | Arnes 64 km | Hotel Hrauneyjar 10 km<- Sigalda -> Versalir 35 km | Nyi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )