Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Íshólsvatn

Íshólsvatn er suður af Mýri í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er u.þ.b. 5,2 km², 5 km langt og allt að 39 m djúpt. Í það rennur Rangá og fleiri lækir og úr því Fiská. Skammt þaðan er Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti í fögrum stuðlabergsramma. Þar er allgóð silungsveiði. Fiskurinn er bæði urriði og bleikja og er aflinn af mörgum stærðum. Þar er bæði smælki og svo stórfiskar í bland.

Sögur eru til af mönnum, sem hafa fengið rífandi meðalvigt, ekki síst er þeir hafa egnt fyrir urriða á haustin í ám, sem renna í og úr vatninu eða við ósa þeirra. Stórbleikja er einnig til, en þar er það yfirleitt þetta algenga fyrirbæri, að mergð er af smárri bleikju, en nokkrar skera sig úr og taka upp á því að éta meðbræður og systur. Vegalengdin frá Reykjavík er 500 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) eða 358 km um Sprengisand.

Myndasafn

Í grennd

Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )