Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguleiðin „Laugavegur“

Þórsmörk

Gönguleið: Laugavegur – Landmannalaugar – Þórsmörk

Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk – Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst við þessa leið á undanförnum árum. Leiðin er stikuð og skálar eru í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og í Fremri-Botnum við Syðri-Emstruá auk leitarmannaskála í Hvanngili og Hattfellsgili, þannig að dagleiðir eru þægilegar. Tæpast er hægt að finna fegurra og litskrúðugra landslag til að ganga um en á þessari leið.

Fyrsti áfangi úr Landmannalaugum liggur í Hrafntinnusker, 10-12 km með 470 m lóðréttri hækkun og 50 m lækkun. Göngutíminn er 4-6 klst.

Annar áfangi endar við Álftavatn, 10-12 km með 490 m lóðréttri lækkun. Göngutími er 4-5 klst.

Þriðji áfanginn liggur til Fremri-Botna við Syðri-Emstruá, 16 km með 40 m lóðréttri lækkun. Göngutíminn er 5-6 klst.

Fjórði áfanginn endar í Þórsmörk, 15-16 km með 300 m lóðréttri lækkun og 100 m hækkun um mishæðótt land. Göngutíminn er 5-6 klst.

Leiðin frá skála Útivistar í Básum yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. Uppi á hálsinum er nýlegur skáli Útivistar, þannig að hægt er að skipta göngunni milli tveggja daga, 5 klst. hvorn dag. Leiðin er vel stikuð, en bæði slóð og stikur hverfa í snjó efst. Nauðsynlegt er að vera vel búinn, því allra veðra er von. Árið 1970 urðu illa búnir göngumenn úti á hálsinum.

Bent skal á bókina „Gönguleiðir að Fjallabaki” eftir Guðjón Ó. Magnússon til frekari glöggvunar.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

gonguleidir_hellismannaleid_midsud.htm_txt_gonguleidir_flestar_sudurha

Gönguleiðir Laugavegur 2 dagar:

1. Álftavatn-Emstrur-Þórsmörk:

Fyrsti áfangi liggur frá Álftavatni til Fremri-Botna við Syðri-Emstruá, 16 km með 40 m lóðréttri lækkun. Göngutíminn er 5-6 klst.
Annar áfangi frá Emstrur og endar í Þórsmörk, 15-16 km með 300 m lóðréttri lækkun og 100 m hækkun um mishæðótt land. Göngutíminn er 5-6 klst.

2. Álftavatn-Hrafntinnusker-Landmannalaugar:

Fyrsti áfangi liggur frá Álftavatni í Hrafntinnusker, 10-12 km. Göngutími er 4-5 klst.
Annar áfangi liggur frá Hrafntinnuskeri, 10-12 km til Landmannalauga. Göngutími er 4-6 klst.

SKÁLAR Á GÖNGULEIÐINNI LANDAMANNALAUGAR – ÞÓRSMÖRK

Landmannalaugar  Hrafntinnusker Álftavatn  Emstrur

Húsadalur  Básar  Skagfjörðsskáli Langidalur

Fimmvörðuskáli

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

Myndasafn

Í grennd

Álftavatn
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. …
Álftavatn skálar FI
Skálarnir við Álftavatn Skálar FÍ standa austan Álftavatns. Þeir voru byggðir árið 1979 og hýsa 72 manns í svefnpokum í kojum. Gashellur til matreiðs…
Álftavötn, Útivist
Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæ…
Básar Þórsmörk, Útivist
Eftir stofnun Útivistar var farið að huga að byggingu skála á Þórsmerkursvæðinu. Ákveðið var að byggja á Goðalandi. Þar með yrði einn skáli sunnan Kro…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Emstrur skáli, FI
Skálar FÍ í Emstrum Skálar F.Í. í Botnum við Syðri-Emstruá hýsa 60 manns. Eldunar- og mataráhöld eru í báðum skálunum auk rennandi vatns. Skálaverðir…
Frostastaðavatn
Frostastaðavatn er að mestu umgirt hraunum, Dómadalshraun að vestan, Námshraun að sunnan ogað norðan. Vatnið og umhverfi þess er ægifagurt. Stærð þess…
Gaumlisti Fyrir Göngufólk
Fjöldi ferðamanna ferðast fótgangandi. Sumir rölta milli hótela og sundstaða, aðrir verzla á Laugaveginum, en æ fleiri leggja land undir fót og ganga …
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )