Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldfjallaskálarnir í Húsadal í Þórsmörk

Húsadalur

Húsadalur er staðsettur í náttúruperlunni Þórsmörk sem er ævintýraheimur göngufólks og  náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. Dvöl í Húsadal er ævintýri líkust.

Gisting: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra til fimm manna smáhýsum, eins og tveggja manna herbergjum og á tjaldsvæðum. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum fyrir þá sem það kjósa og fyrir þá sem gleymdu e.t.v. svefnpokanum heima.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hef ...
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )