Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldfjallaskálarnir í Húsadal í Þórsmörk

Húsadalur

Volcano Huts í Húsadal Þórsmörk

Húsadalur er staðsettur í náttúruperlunni Þórsmörk sem er ævintýraheimur göngufólks og  náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. Dvöl í Húsadal er ævintýri líkust. Hreiðraðu um þig í Húsadal þar sem þú hefur beint aðgengi að öllum bestu gönguleiðum Þórsmerkur.
Volcano Huts í Húsadal Þórsmörk bjóða upp á gistingu og veitingar á besta stað í Þórsmörk. Hægt er að velja um gistingu í GLAMPING lúxustjöldum, tveggja manna herbergjum, smáhýsum, fjallaskálum auk þess sem hægt er að tjalda. Eftir langan dag á fjöllum er gott að vita af því að hér í Húsadal bíður þín heit máltíð, kaldir drykkir, gufubað og uppábúin rúm við fótskör bestu gönguleiða landsins. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum fyrir þá sem það kjósa og fyrir þá sem gleymdu e.t.v. svefnpokanum heima.

Bókaðu á netinu og fáðu besta verðið.

Hér er upphaf og eða endir á Gönguleiðinni Laugavegur.

gonguleidir_hellismannaleid_midsud.htm_txt_gonguleidir_flestar_sudurha

Rútuáætlun Þórsmörk

Myndasafn

Í grennd

Básar Þórsmörk, Útivist
Eftir stofnun Útivistar var farið að huga að byggingu skála á Þórsmerkursvæðinu. Ákveðið var að byggja á Goðalandi. Þar með yrði einn skáli sunnan Kro…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Húsadalur
Húsadalur er stærri en Langidalur og skógurinn grózkumeiri. Við rætur Húsadalsklifs eru húsarústir,   sem gætu verið allgamlar að stofni. Jarðabók Árn…
Langidalur
Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m). Þetta grösuga   dalverpi er breiðast fremst, þar sem Ferðafélag Íslands…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )